Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Íshellaskoðunarfyrirtækið Goecco var ekki með rétta leyfið og greiddi ekki rekstrarstöðvunartryggingu til Ferðamálastofu. Fréttablaðið/Anton Brink Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira