Meiðandi slúðri um grunnskólabörn dreift á Instagram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 21:30 Það getur reynst erfitt að lesa meiðandi ummæli um sig á netinu. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Dæmi eru um að meiðandi slúðri um þrettán til fjórtán ára gömul grunnskólabörn sé dreift á sérstökum slúðursíðum á Instagram. Fjölmargar slíkar síður eru til, misvirkar, en þó virðast þær ná til flestra landshluta hér á landi. Slúðrið er oftar en ekki af kynferðislegum toga. Mikilvægt er að foreldar og skólar taki höndum saman til þess að að kenna krökkum ábyrga hegðun á samfélagsmiðlum að mati framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. Við athugun á Instagram má sjá að síðurnar eru af ýmsum toga. Sumar eru bundnar við ákveðna skóla á meðan aðrar eru bundnar við ákveðin bæjarfélög. Þá eru margar síðurnar stilltar á „private“ sem þýðir að sá sem sér um síðuna þarf að samþykkja þá sem vilja fylgja og sjá efni sem er á síðunni. Ein virkasta slíka síðan var með um 2.500 fylgjendur þar sem yfir 200 færslur með slúðri um grunnskólabörn höfðu birst á tveimur dögum. Öllu efni á síðunni var eytt í dag og nafni hennar breytt. Síðurnar eiga það allar sameiginlegt að fylgjendur þeirra eru beðnir um að senda inn slúður í einkaskilaboðum. Sjá má að flestir þeirra sem senda inn efni á síðuna biðja sérstaklega um að öll persónugreinanleg ummerki um sendanda séu afmáð af skilaboðunum áður en þau séu birt. Í skjáskotum sem fréttastofa hefur undir höndum frá fyrrnefndri síðu má sjá að þar er meðal annars slúðrað um grunnskólabörn sem fædd eru árið 2005. Slúðrið er af ýmsu tagi, þessi er sagður hafa sofið hjá hinum eða einhver er sagður vera samkynhneigður svo dæmi séu tekin. Slúðursíðar á borð við þessar eru vel þekktar erlendis en í nýlegri umfjöllun The Atlantic um neteinelti kom fram að slíkar slúðursíður á Instagram sé vel þekktar í fjölmörgum grunnskólum víða um Bandaríkin.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Mikil ábyrgð sem fylgi þvi að setja svona efni í loftið „Við heyrðum bara af þessu í dag,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, í samtali við Vísi aðspurð að því hvort að samtökin hafi skoðað málið. Hún segir ljóst að farið verði yfir síðurnar á næstu dögum en álíka mál hafa skotið upp kollinum á undanförnum árum á hinum ýmsu miðlum.„Krakkarnir fara að apa þetta upp eftir hverjum öðrum er mjög mikilvægt að stoppa þetta sem fyrst,“ segir Hrefna. Segir hún að um form af neteinelti geti verið að ræða og mikilvægt sé fyrir þá sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á síðunum að vista gögn, taka skjáskot, svo að viðkomandi hafi eitthvað í höndunum þegar á reynir.„Það er mjög mikilvægt að krakkarnir átti sig á því að það er mjög mikil ábyrgð sem fylgir því að setja þetta í loftið,“ segir Hrefna og bendir á að einnig sé hægt að tilkynna viðlíka síður til Instagram en það sé hennar reynsla að samfélagsmiðillinn taki slíkar ábendingar alvarlega.Þá hefur Heimili og skóli einnig gefið út fræðsluefni um hvernig megi taka á neteinelti auk þess hægt er að sendainn ábendingu um neteinelti á vef SAFT. Hrefna segir mikilvægt að foreldrar og skólar taki höndum saman til þess að koma í veg fyrir að slíkar síður á borð við þessar skjóti upp kollinum.Myndin er sviðsett.Vísir/Getty„Það er mjög gott ef skólarnir geta leyst úr þessu í samstarfi við foreldrana. Ef foreldrarnir eru beðnir um að taka samtalið leysist oft hratt og vel úr þessu,“ segir Hrefna sem segir eins mikilvægt að bæði foreldrar og skólar sendi þau skilaboð að hegðun á borð við það að slúðra um aðra á internetinu sé eitthvað sem sé ekki í lagi.„Það þarf að innræta börnum gagnrýna hugsun vegna þess að við verðum ekkert alltaf andandi yfir öxlina á þeim. Ég held að það sé mjög gott að foreldrar séu mjög vakandi yfir því sem krakkar eru að gera. Það þarf að byggja upp traust til þess að þau komi til þín og láti vita þegar eitthvað er í gangi.“Hrefna segir einnig að það séu vonbrigði þegar álíka mál komi upp enda sé það hennar reynsla að almennt hagi krakkar sér vel á samfélagsmiðlum og internetinu Hún bendir þó á það séu ekki krakkar sem taki ákvörðun um að kaupa síma og önnur snjalltæki handa börnunum og því beri foreldrar ábyrgð á því að kenna þeim að nota tækin á uppbyggilegan hátt.„Það þurfa allir að vera vakandi fyrir þessu og þetta er bara hluti af uppeldinu í dag.“ Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Dæmi eru um að meiðandi slúðri um þrettán til fjórtán ára gömul grunnskólabörn sé dreift á sérstökum slúðursíðum á Instagram. Fjölmargar slíkar síður eru til, misvirkar, en þó virðast þær ná til flestra landshluta hér á landi. Slúðrið er oftar en ekki af kynferðislegum toga. Mikilvægt er að foreldar og skólar taki höndum saman til þess að að kenna krökkum ábyrga hegðun á samfélagsmiðlum að mati framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. Við athugun á Instagram má sjá að síðurnar eru af ýmsum toga. Sumar eru bundnar við ákveðna skóla á meðan aðrar eru bundnar við ákveðin bæjarfélög. Þá eru margar síðurnar stilltar á „private“ sem þýðir að sá sem sér um síðuna þarf að samþykkja þá sem vilja fylgja og sjá efni sem er á síðunni. Ein virkasta slíka síðan var með um 2.500 fylgjendur þar sem yfir 200 færslur með slúðri um grunnskólabörn höfðu birst á tveimur dögum. Öllu efni á síðunni var eytt í dag og nafni hennar breytt. Síðurnar eiga það allar sameiginlegt að fylgjendur þeirra eru beðnir um að senda inn slúður í einkaskilaboðum. Sjá má að flestir þeirra sem senda inn efni á síðuna biðja sérstaklega um að öll persónugreinanleg ummerki um sendanda séu afmáð af skilaboðunum áður en þau séu birt. Í skjáskotum sem fréttastofa hefur undir höndum frá fyrrnefndri síðu má sjá að þar er meðal annars slúðrað um grunnskólabörn sem fædd eru árið 2005. Slúðrið er af ýmsu tagi, þessi er sagður hafa sofið hjá hinum eða einhver er sagður vera samkynhneigður svo dæmi séu tekin. Slúðursíðar á borð við þessar eru vel þekktar erlendis en í nýlegri umfjöllun The Atlantic um neteinelti kom fram að slíkar slúðursíður á Instagram sé vel þekktar í fjölmörgum grunnskólum víða um Bandaríkin.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Mikil ábyrgð sem fylgi þvi að setja svona efni í loftið „Við heyrðum bara af þessu í dag,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, í samtali við Vísi aðspurð að því hvort að samtökin hafi skoðað málið. Hún segir ljóst að farið verði yfir síðurnar á næstu dögum en álíka mál hafa skotið upp kollinum á undanförnum árum á hinum ýmsu miðlum.„Krakkarnir fara að apa þetta upp eftir hverjum öðrum er mjög mikilvægt að stoppa þetta sem fyrst,“ segir Hrefna. Segir hún að um form af neteinelti geti verið að ræða og mikilvægt sé fyrir þá sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á síðunum að vista gögn, taka skjáskot, svo að viðkomandi hafi eitthvað í höndunum þegar á reynir.„Það er mjög mikilvægt að krakkarnir átti sig á því að það er mjög mikil ábyrgð sem fylgir því að setja þetta í loftið,“ segir Hrefna og bendir á að einnig sé hægt að tilkynna viðlíka síður til Instagram en það sé hennar reynsla að samfélagsmiðillinn taki slíkar ábendingar alvarlega.Þá hefur Heimili og skóli einnig gefið út fræðsluefni um hvernig megi taka á neteinelti auk þess hægt er að sendainn ábendingu um neteinelti á vef SAFT. Hrefna segir mikilvægt að foreldrar og skólar taki höndum saman til þess að koma í veg fyrir að slíkar síður á borð við þessar skjóti upp kollinum.Myndin er sviðsett.Vísir/Getty„Það er mjög gott ef skólarnir geta leyst úr þessu í samstarfi við foreldrana. Ef foreldrarnir eru beðnir um að taka samtalið leysist oft hratt og vel úr þessu,“ segir Hrefna sem segir eins mikilvægt að bæði foreldrar og skólar sendi þau skilaboð að hegðun á borð við það að slúðra um aðra á internetinu sé eitthvað sem sé ekki í lagi.„Það þarf að innræta börnum gagnrýna hugsun vegna þess að við verðum ekkert alltaf andandi yfir öxlina á þeim. Ég held að það sé mjög gott að foreldrar séu mjög vakandi yfir því sem krakkar eru að gera. Það þarf að byggja upp traust til þess að þau komi til þín og láti vita þegar eitthvað er í gangi.“Hrefna segir einnig að það séu vonbrigði þegar álíka mál komi upp enda sé það hennar reynsla að almennt hagi krakkar sér vel á samfélagsmiðlum og internetinu Hún bendir þó á það séu ekki krakkar sem taki ákvörðun um að kaupa síma og önnur snjalltæki handa börnunum og því beri foreldrar ábyrgð á því að kenna þeim að nota tækin á uppbyggilegan hátt.„Það þurfa allir að vera vakandi fyrir þessu og þetta er bara hluti af uppeldinu í dag.“
Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira