Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 06:52 Michael Flynn laug að FBI um samskipti sem hann átti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Hann sagði af sér og játaði síðar á sig sök. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta en hann játaði við yfirheyrslur að hafa logið að alríkislögreglunni. Slíkir lygar eru litnir alvarlegum augum en þrátt fyrir það mun Mueller ekki krefjast þungrar refsingar yfir honum. Í minnisblaði sem lekið var til fjölmiðla vestanhafs segir saksóknarinn að Flynn hafi útvegað rannsóknarnefndinni gagnlegar upplýsingar um möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trumps og rússneskra erindreka. Þrátt fyrir að aðeins hluti minniblaðsins sé orðinn opinber telur breska ríkisútvarpið það engu að síður benda til þess að fleiri uppljóstranir séu í vændum sem gætu komið Bandaríkjaforseta illa.Hér má sjá brot úr minnisblaðinu sem gert hefur verið opinbert. Eins og sést er búið að strika yfir stóran hluta þess, sem talinn er innihalda viðkvæmar upplýsingar.Trump hefur dregið réttmæti rannsóknarinnar í efa og sagt hana minna á nornaveiðar. Hann hefur ætíð þvertekið fyrir að nokkur tengsl hafi verið milli kosningaliðs hans og rússneskra stjórnvalda, sem eiga að hafa aðstoðað Trump við að landa sigri í forsetakosningunum árið 2016. Minnisblaðið er ætlað dómaranum sem mun ákvarða örlög Flynn þann 18. desember næstkomandi. Í því segir að Flynn hafi rétt hjálparhönd og útvegað upplýsingar fyrir marga anga rannsóknarinnar, þar með talið um samstarf rússneskra stjórnvalda og kosningaliðsins. Þrátt fyrir að fjöldi einstaklinga hafi verið ákærðir í tengslum við rannsókn Muellers er Flynn sá eini sem hefur gengist við brotum sínum. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa rætt við sendiherra Rússlands í Washington um að afnema viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum þegar Trump tæki við embætti. Hann átti síðar eftir að segja varaforseta Bandaríkjanna ósatt um efni og eðli samtalsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta en hann játaði við yfirheyrslur að hafa logið að alríkislögreglunni. Slíkir lygar eru litnir alvarlegum augum en þrátt fyrir það mun Mueller ekki krefjast þungrar refsingar yfir honum. Í minnisblaði sem lekið var til fjölmiðla vestanhafs segir saksóknarinn að Flynn hafi útvegað rannsóknarnefndinni gagnlegar upplýsingar um möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trumps og rússneskra erindreka. Þrátt fyrir að aðeins hluti minniblaðsins sé orðinn opinber telur breska ríkisútvarpið það engu að síður benda til þess að fleiri uppljóstranir séu í vændum sem gætu komið Bandaríkjaforseta illa.Hér má sjá brot úr minnisblaðinu sem gert hefur verið opinbert. Eins og sést er búið að strika yfir stóran hluta þess, sem talinn er innihalda viðkvæmar upplýsingar.Trump hefur dregið réttmæti rannsóknarinnar í efa og sagt hana minna á nornaveiðar. Hann hefur ætíð þvertekið fyrir að nokkur tengsl hafi verið milli kosningaliðs hans og rússneskra stjórnvalda, sem eiga að hafa aðstoðað Trump við að landa sigri í forsetakosningunum árið 2016. Minnisblaðið er ætlað dómaranum sem mun ákvarða örlög Flynn þann 18. desember næstkomandi. Í því segir að Flynn hafi rétt hjálparhönd og útvegað upplýsingar fyrir marga anga rannsóknarinnar, þar með talið um samstarf rússneskra stjórnvalda og kosningaliðsins. Þrátt fyrir að fjöldi einstaklinga hafi verið ákærðir í tengslum við rannsókn Muellers er Flynn sá eini sem hefur gengist við brotum sínum. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa rætt við sendiherra Rússlands í Washington um að afnema viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum þegar Trump tæki við embætti. Hann átti síðar eftir að segja varaforseta Bandaríkjanna ósatt um efni og eðli samtalsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00