Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2018 13:41 Sigurður Yngvi segist hafa neyðst til að víkja Sigrúnu úr rannsóknahóp sínum og hún hafi í kjölfarið ráðist á sig í vitna viðurvist og hafði í hótunum. Mynd/Samsett Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnar alfarið ásökunum um kynferðislega áreitni af sinni hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að greint var frá því að Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefði sagt starfi sínu við háskólann lausu vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni hans sem yfirmanns í hennar garð.Vísir greindi frá því í morgun en nú hefur Sigurður Yngvi sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því.Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni „Fram til þessa hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um samstarf mitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í minn garð sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í yfirlýsingunni: „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi.Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall.“ Sigurður segir siðanefnd Háskóla Íslands hafa tekið málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí 2018. Hann vísar til þess:„Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.“Enginn fótur fyrir ásökunum Sigurður segir að eins og sjá má af þessum „ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum. Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar Yngva prófessors. Skóla - og menntamál MeToo Vísindi Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnar alfarið ásökunum um kynferðislega áreitni af sinni hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að greint var frá því að Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefði sagt starfi sínu við háskólann lausu vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni hans sem yfirmanns í hennar garð.Vísir greindi frá því í morgun en nú hefur Sigurður Yngvi sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því.Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni „Fram til þessa hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um samstarf mitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í minn garð sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í yfirlýsingunni: „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi.Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall.“ Sigurður segir siðanefnd Háskóla Íslands hafa tekið málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí 2018. Hann vísar til þess:„Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.“Enginn fótur fyrir ásökunum Sigurður segir að eins og sjá má af þessum „ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum. Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar Yngva prófessors.
Skóla - og menntamál MeToo Vísindi Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48