Mannasiðir Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Samtal drukkinna þingmanna á Klaustri opnaði illa þrútið graftarkýli. Æ fleiri sögur um óviðeigandi hegðun og ummæli þingmanna birtast nú í fréttum. Boðaðar hafa verið fleiri fréttir af sambærilegu. Síðustu ár hefur umræða um kynbundið ofbeldi, áreitni og kvenfyrirlitningu verið áberandi undir hatti herferða á borð við #metoo og í tengslum við Druslugönguna, svo dæmi séu nefnd. Þar hefur ýmsu misfögru verið ýtt upp á yfirborðið. Góðu fréttirnar eru að mörk í samskiptum manna í milli hafa verið að skýrast. Óþol gagnvart áreitni og ofbeldi fer vaxandi. Ábyrgðinni er vísað til föðurhúsanna, til þeirra sem beita ofbeldi og misrétti. Slæmu fréttirnar eru að leikreglurnar eru ekki skýrar, þegar ekki er um að ræða klárt brot á hegningarlögum sem á augljóslega heima á borði lögreglu. Óljósara er hvernig við tökumst á við gráu svæðin, hver viðurlög skuli verða á þinginu, ef einhver, við annars konar áreitni, önnur en samfélagsleg útskúfun og mannorðshnekkir. Enginn rekur þingmann nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Afar sjaldgæft er að þingmenn dragi sig í hlé vegna hneykslismála, líkt og gerist allt í kringum okkur. Eftir að upptökur af samræðum þingmannanna á Klaustri láku í fjölmiðla var siðanefnd Alþingis kölluð til í fyrsta sinn. Kannski er það ágætt skref, þótt ekki sé enn ljóst hvort hún geti beitt nokkrum viðurlögum, hver sem niðurstaða hennar kann að verða. Samfylkingin hefur gert tilraun til að búa til umgjörð um hvað skal gert þegar flokksmenn verða uppvísir að ósæmilegri hegðun. Hún setti á laggirnar svokallaða trúnaðarnefnd, þar sem hægt er að koma á framfæri kvörtunum um áreitni eða einelti. Nefndin hefur sætt gagnrýni, líkt og aðrar sambærilegar nefndir, til að mynda hjá Þjóðkirkjunni, sem hafa tekist á við sambærileg mál innanhúss. Þá sé erfitt að hafa slíka nefnd starfandi innan stjórnmálaflokks til að takast á við málefni innan flokksins, þar sem pólitíkin ráði gjarnan för. Allir vita að hjaðningavíg samherja innan flokka geta verið illvíg – jafnvel illvígari en bardagar milli svokallaðra andstæðinga í pólitík. Hvað er til ráða? Sennilega hefur enginn svarið á reiðum höndum. Verður tímabundið leyfi meginreglan – í von um að rykið setjist og menn geti svo sest aftur í stólinn eins og ekkert hafi í skorist? Er raunhæft að gera sér vonir um að menn fari að vanda sig – tileinka sér mannasiði og meiri kurteisi? Það er ærið verkefni að búa til staðlað form fyrir mannasiðina, sem við flest lærum í uppeldinu. Er það yfirleitt hægt? Alla vega – okkur er hollt að ræða málin, líkt og nú er gert. Stinga á kýlinu og fá gröftinn út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samtal drukkinna þingmanna á Klaustri opnaði illa þrútið graftarkýli. Æ fleiri sögur um óviðeigandi hegðun og ummæli þingmanna birtast nú í fréttum. Boðaðar hafa verið fleiri fréttir af sambærilegu. Síðustu ár hefur umræða um kynbundið ofbeldi, áreitni og kvenfyrirlitningu verið áberandi undir hatti herferða á borð við #metoo og í tengslum við Druslugönguna, svo dæmi séu nefnd. Þar hefur ýmsu misfögru verið ýtt upp á yfirborðið. Góðu fréttirnar eru að mörk í samskiptum manna í milli hafa verið að skýrast. Óþol gagnvart áreitni og ofbeldi fer vaxandi. Ábyrgðinni er vísað til föðurhúsanna, til þeirra sem beita ofbeldi og misrétti. Slæmu fréttirnar eru að leikreglurnar eru ekki skýrar, þegar ekki er um að ræða klárt brot á hegningarlögum sem á augljóslega heima á borði lögreglu. Óljósara er hvernig við tökumst á við gráu svæðin, hver viðurlög skuli verða á þinginu, ef einhver, við annars konar áreitni, önnur en samfélagsleg útskúfun og mannorðshnekkir. Enginn rekur þingmann nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Afar sjaldgæft er að þingmenn dragi sig í hlé vegna hneykslismála, líkt og gerist allt í kringum okkur. Eftir að upptökur af samræðum þingmannanna á Klaustri láku í fjölmiðla var siðanefnd Alþingis kölluð til í fyrsta sinn. Kannski er það ágætt skref, þótt ekki sé enn ljóst hvort hún geti beitt nokkrum viðurlögum, hver sem niðurstaða hennar kann að verða. Samfylkingin hefur gert tilraun til að búa til umgjörð um hvað skal gert þegar flokksmenn verða uppvísir að ósæmilegri hegðun. Hún setti á laggirnar svokallaða trúnaðarnefnd, þar sem hægt er að koma á framfæri kvörtunum um áreitni eða einelti. Nefndin hefur sætt gagnrýni, líkt og aðrar sambærilegar nefndir, til að mynda hjá Þjóðkirkjunni, sem hafa tekist á við sambærileg mál innanhúss. Þá sé erfitt að hafa slíka nefnd starfandi innan stjórnmálaflokks til að takast á við málefni innan flokksins, þar sem pólitíkin ráði gjarnan för. Allir vita að hjaðningavíg samherja innan flokka geta verið illvíg – jafnvel illvígari en bardagar milli svokallaðra andstæðinga í pólitík. Hvað er til ráða? Sennilega hefur enginn svarið á reiðum höndum. Verður tímabundið leyfi meginreglan – í von um að rykið setjist og menn geti svo sest aftur í stólinn eins og ekkert hafi í skorist? Er raunhæft að gera sér vonir um að menn fari að vanda sig – tileinka sér mannasiði og meiri kurteisi? Það er ærið verkefni að búa til staðlað form fyrir mannasiðina, sem við flest lærum í uppeldinu. Er það yfirleitt hægt? Alla vega – okkur er hollt að ræða málin, líkt og nú er gert. Stinga á kýlinu og fá gröftinn út.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun