Akranesviti einn áhugaverðasti áfangastaður heims Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2019 12:12 Hilmar segir það hafa verið hálfgert brjálæði að fara út í það á sínum tíma að opna vitann fyrir gestum og gangandi en nú er hann kominn rækilega á ferðamannakortið. visir/samúel Lesendur Guardian völdu Akranesvita sem einn af áhugaverðustu áfangastöðum veraldar, eina helstu uppgötvun þess árs sem var að líða. Þar er hann í hópi einstaklega forvitnilegra og fallegra áfangastaða ferðamanna um heim allan svo sem í Bangkok eða Moskvu, Spáni, og Norður-Írlandi svo eitthvað sé nefnt. Vitinn sem reglulega er opinn gestum, er meðal annars notaður undir listsýningar og tónleikahald en hljómburður í vitanum þykir einstakur.Vísir hefur fjallað um þennan ágæta vita áður en það var Hilmar Sigurvaldason sem átti þá hugmynd að opna vitann sérstaklega fyrir ferðamönnum og má segja að sú frumlega hugmynd og framkvæmd hennar hafi heppnast með ágætum.Vitarnir eins og þeir birtast í úttekt Guardian á þeim stöðum sem komu mest á óvart á árinu sem var að líða.„Gaman þegar maður fær svona viðbrögð. Einhver að segja að það væru 12 milljón lesendur að þessu blaði þannig að þetta ætti að vekja einhverja athygli,“ segir Hilmar.Byrjaði með autt blað en er nú kominn á kortið Hilmar lýsti því fyrir tæpu ári í bráðskemmtilegu viðtali hvernig þetta verkefni kom til; hálfgert brjálæði á sínum tíma, hann hafi ekkert vitað út í hvað hann var að fara en það hafðist að standsetja staðinn með fulltingi velunnara og góðra vina. Þeim mun skemmtilegri er þessi viðurkenning. „Allt vigtar þetta. Ég er bjartsýnn, þetta er góð byrjun á nýju ári. Við verðum að halda rétt á spöðunum og taka vel á móti fólki. Ég byrjaði með autt blað.“ Athyglisvert má heita en þegar ferðir Akraborgarinnar, ferjusiglingar milli höfuðborgarinnar og Skagans, lögðust af með tilkomu jarðgangna undir Hvalfjörð, þá datt Akranes út af ferðamannakortinu. Nálægð við höfuðborgina ekki ógn heldur möguleikar „Já, fólk beygði bara til hægri þegar það kom upp úr göngunum. Við eigum ekki að líta á nálægðina við Reykjavík sem ógn. Ég hef verið að reyna að koma því inn í hausinn á fólki að hún sé styrkur. Stutt að fara,“ segir Hilmar og bendir á að þetta sé ákjósanleg dagsferð. Vitinn hafi bara staðið þarna og enginn pælt í því að nýta hann.Fegurð vitanna fangaði auga blaðamannsins og ljósmyndarans Samúels Karls þegar hann átti leið þar um á síðasta ári.visir/samúelOg það nýjasta nýtt sem gæti reynst aðdráttarafl fyrir ferðamenn sé Guðlaug sem hafi virkað vel sem slík frá fyrsta degi. „Hún er einstök. Og vitarnir, sem eru reyndar þrír hér, en tveir þeirra standa hlið við hlið. Árið 2013 var litli vitinn valinn 3. fallegasti vitinn á heimsvísu.“Tilviljun að vitinn var tekinn til umfjöllunar Ekki er annað á Hilmari að heyra en hugur sé í Skagamönnum; þeir vilja fá ferðamenn í bæinn. Umfjöllunin í Guardian, sem svo leiddi til þess að staðurinn var kjörinn sem einn sá athyglisverðasti, kom til nánast fyrir tilviljun. Hilmar hafði áður fengið til sín 40 manna hóp rithöfunda, blaðamanna og bloggara sem voru staddir hérlendis vegna Spennusagnahátíðar í Reykjavík. Þeirra á meðal var blaðamaður frá Sunday Times sem ætlaði að fjalla um staðinn. „Næsta dag voru tveir menn á göngu fyrir utan vitann og ég bauð þeim inn og upp og var að lýsa þessu fyrir þeim. Seinna kom á daginn að annar þeirra var blaðamaður Guardian. Hann spurði mig hvort ekki væri í lagi að fjalla um staðinn og ég hélt það nú,“ segir Hilmar. Akranes Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Sjá meira
Lesendur Guardian völdu Akranesvita sem einn af áhugaverðustu áfangastöðum veraldar, eina helstu uppgötvun þess árs sem var að líða. Þar er hann í hópi einstaklega forvitnilegra og fallegra áfangastaða ferðamanna um heim allan svo sem í Bangkok eða Moskvu, Spáni, og Norður-Írlandi svo eitthvað sé nefnt. Vitinn sem reglulega er opinn gestum, er meðal annars notaður undir listsýningar og tónleikahald en hljómburður í vitanum þykir einstakur.Vísir hefur fjallað um þennan ágæta vita áður en það var Hilmar Sigurvaldason sem átti þá hugmynd að opna vitann sérstaklega fyrir ferðamönnum og má segja að sú frumlega hugmynd og framkvæmd hennar hafi heppnast með ágætum.Vitarnir eins og þeir birtast í úttekt Guardian á þeim stöðum sem komu mest á óvart á árinu sem var að líða.„Gaman þegar maður fær svona viðbrögð. Einhver að segja að það væru 12 milljón lesendur að þessu blaði þannig að þetta ætti að vekja einhverja athygli,“ segir Hilmar.Byrjaði með autt blað en er nú kominn á kortið Hilmar lýsti því fyrir tæpu ári í bráðskemmtilegu viðtali hvernig þetta verkefni kom til; hálfgert brjálæði á sínum tíma, hann hafi ekkert vitað út í hvað hann var að fara en það hafðist að standsetja staðinn með fulltingi velunnara og góðra vina. Þeim mun skemmtilegri er þessi viðurkenning. „Allt vigtar þetta. Ég er bjartsýnn, þetta er góð byrjun á nýju ári. Við verðum að halda rétt á spöðunum og taka vel á móti fólki. Ég byrjaði með autt blað.“ Athyglisvert má heita en þegar ferðir Akraborgarinnar, ferjusiglingar milli höfuðborgarinnar og Skagans, lögðust af með tilkomu jarðgangna undir Hvalfjörð, þá datt Akranes út af ferðamannakortinu. Nálægð við höfuðborgina ekki ógn heldur möguleikar „Já, fólk beygði bara til hægri þegar það kom upp úr göngunum. Við eigum ekki að líta á nálægðina við Reykjavík sem ógn. Ég hef verið að reyna að koma því inn í hausinn á fólki að hún sé styrkur. Stutt að fara,“ segir Hilmar og bendir á að þetta sé ákjósanleg dagsferð. Vitinn hafi bara staðið þarna og enginn pælt í því að nýta hann.Fegurð vitanna fangaði auga blaðamannsins og ljósmyndarans Samúels Karls þegar hann átti leið þar um á síðasta ári.visir/samúelOg það nýjasta nýtt sem gæti reynst aðdráttarafl fyrir ferðamenn sé Guðlaug sem hafi virkað vel sem slík frá fyrsta degi. „Hún er einstök. Og vitarnir, sem eru reyndar þrír hér, en tveir þeirra standa hlið við hlið. Árið 2013 var litli vitinn valinn 3. fallegasti vitinn á heimsvísu.“Tilviljun að vitinn var tekinn til umfjöllunar Ekki er annað á Hilmari að heyra en hugur sé í Skagamönnum; þeir vilja fá ferðamenn í bæinn. Umfjöllunin í Guardian, sem svo leiddi til þess að staðurinn var kjörinn sem einn sá athyglisverðasti, kom til nánast fyrir tilviljun. Hilmar hafði áður fengið til sín 40 manna hóp rithöfunda, blaðamanna og bloggara sem voru staddir hérlendis vegna Spennusagnahátíðar í Reykjavík. Þeirra á meðal var blaðamaður frá Sunday Times sem ætlaði að fjalla um staðinn. „Næsta dag voru tveir menn á göngu fyrir utan vitann og ég bauð þeim inn og upp og var að lýsa þessu fyrir þeim. Seinna kom á daginn að annar þeirra var blaðamaður Guardian. Hann spurði mig hvort ekki væri í lagi að fjalla um staðinn og ég hélt það nú,“ segir Hilmar.
Akranes Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Sjá meira
Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15