Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 22:44 Pence varaforseti (f.m.), Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra (t.v.) og Ja'Ron Smith, ráðgjafi Trump forseta, yfirgefa fund með fulltrúum demókrata í dag. Vísir/EPA Þriggja klukkustunda langur viðræðufundur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og aðstoðarmanna leiðtoga á Bandaríkjaþingi um opna alríkisstofnanir virðist engan árangur hafa borið. Ekki hefur tekist að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur stofnanna vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu til umdeilds landamæramúrs. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur nú verið lokaður í tvær vikur. Ástæðan er sú að Donald Trump forseti sagðist myndu beita neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið fyrir jól. Síðan þá hafa demókratar tekið við meirihluta í fulltrúadeildinni. Þar strandar á kröfu forsetans rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar hafa þvertekið fyrir að veita fé til múrsins. Trump hótaði því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust.Washington Post segir að Pence hafi ekki haft umboð til að leggja til nýjar hugmyndir eða upphæðir á fundinum í dag. Því hafi litlar væntingar verið gerðar til hans. Fulltrúar flokkanna ætla að funda aftur á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í fulltrúadeildinni samþykktu útgjaldafrumvörp til að opna flestar alríkisstofnanir sem eru lokaðar í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, vill hins vegar ekki taka nein frumvörp til umræðu nema ljóst sé að forsetinn sé tilbúinn að staðfesta þau sem lög. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þriggja klukkustunda langur viðræðufundur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og aðstoðarmanna leiðtoga á Bandaríkjaþingi um opna alríkisstofnanir virðist engan árangur hafa borið. Ekki hefur tekist að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur stofnanna vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu til umdeilds landamæramúrs. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur nú verið lokaður í tvær vikur. Ástæðan er sú að Donald Trump forseti sagðist myndu beita neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið fyrir jól. Síðan þá hafa demókratar tekið við meirihluta í fulltrúadeildinni. Þar strandar á kröfu forsetans rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar hafa þvertekið fyrir að veita fé til múrsins. Trump hótaði því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust.Washington Post segir að Pence hafi ekki haft umboð til að leggja til nýjar hugmyndir eða upphæðir á fundinum í dag. Því hafi litlar væntingar verið gerðar til hans. Fulltrúar flokkanna ætla að funda aftur á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í fulltrúadeildinni samþykktu útgjaldafrumvörp til að opna flestar alríkisstofnanir sem eru lokaðar í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, vill hins vegar ekki taka nein frumvörp til umræðu nema ljóst sé að forsetinn sé tilbúinn að staðfesta þau sem lög.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30