„Ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 20:15 Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08
Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54