Allskonar ábyrgð María Bjarnadóttir skrifar 25. janúar 2019 07:00 Samfélagið er fullt af fólki sem er að axla allskonar ábyrgð alla daga. Koma börnunum í skólann og mæta á réttum tíma í vinnuna. Borga reikninga og þvo bílinn. Sum ábyrgð er flókin, þung og erfið; önnur er dásamleg blessun. Stundum er hún svo hversdagsleg að enginn tekur eftir henni eða því að það sé verið að axla hana. Það vekur þó oft athygli þegar fólk sem ber ábyrgð rífur hana af öxlum sér með öskrum og látum. Þetta á sérstaklega við þegar viðkomandi gegnir trúnaðarstörfum gagnvart almenningi. Til viðbótar við venjulegu ábyrgðina sem fylgir mannlegu samfélagi er ábyrgð stjórnmálafólks svipuð því sem gildir um ríkisvaldið; þrígreind. Siðferðileg, pólitísk og lagaleg ábyrgð. Rétt eins og með greinar ríkisvaldsins er góð regla að skýra mörkin á milli þeirra þriggja. Siðferðileg ábyrgð þarf ekki að kalla á lagalega ábyrgð og pólitíska ábyrgð er hægt að axla án þess að virkja hinar. Ein þarf ekki að þýða allar. Nokkrir þingmenn sem lentu í vandræðum með eigin axlastöðu nýlega hefðu betur áttað sig á þessu. Í stað þess að viðurkenna greinarmuninn á ábyrgð sem þeir geta hugsað sér að axla og þeirri sem 90% þjóðarinnar telja þá eiga að axla, keppast þeir við að benda á ábyrgð allra nema sjálfra sín og telja sig lausa við alla ábyrgð af stöðu sem þeir hafa þó skapað sjálfir. Vissulega er metnaðarfullt að þeir hafa valið að beita blandaðri aðferð við þetta. Þeir nota ekki aðeins hina klassísku smjörklípuaðferð, heldur hafa þeir einnig reynt að klína lagalegri ábyrgð á annað fólk. Samhliða grafa þeir svo undan lýðræðislegum ferlum sem þeir hafa samþykkt sjálfir. Satt best að segja virðist þetta ekki sérstaklega ábyrgt. Það er þó ekki víst að þetta klikki hjá þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Samfélagið er fullt af fólki sem er að axla allskonar ábyrgð alla daga. Koma börnunum í skólann og mæta á réttum tíma í vinnuna. Borga reikninga og þvo bílinn. Sum ábyrgð er flókin, þung og erfið; önnur er dásamleg blessun. Stundum er hún svo hversdagsleg að enginn tekur eftir henni eða því að það sé verið að axla hana. Það vekur þó oft athygli þegar fólk sem ber ábyrgð rífur hana af öxlum sér með öskrum og látum. Þetta á sérstaklega við þegar viðkomandi gegnir trúnaðarstörfum gagnvart almenningi. Til viðbótar við venjulegu ábyrgðina sem fylgir mannlegu samfélagi er ábyrgð stjórnmálafólks svipuð því sem gildir um ríkisvaldið; þrígreind. Siðferðileg, pólitísk og lagaleg ábyrgð. Rétt eins og með greinar ríkisvaldsins er góð regla að skýra mörkin á milli þeirra þriggja. Siðferðileg ábyrgð þarf ekki að kalla á lagalega ábyrgð og pólitíska ábyrgð er hægt að axla án þess að virkja hinar. Ein þarf ekki að þýða allar. Nokkrir þingmenn sem lentu í vandræðum með eigin axlastöðu nýlega hefðu betur áttað sig á þessu. Í stað þess að viðurkenna greinarmuninn á ábyrgð sem þeir geta hugsað sér að axla og þeirri sem 90% þjóðarinnar telja þá eiga að axla, keppast þeir við að benda á ábyrgð allra nema sjálfra sín og telja sig lausa við alla ábyrgð af stöðu sem þeir hafa þó skapað sjálfir. Vissulega er metnaðarfullt að þeir hafa valið að beita blandaðri aðferð við þetta. Þeir nota ekki aðeins hina klassísku smjörklípuaðferð, heldur hafa þeir einnig reynt að klína lagalegri ábyrgð á annað fólk. Samhliða grafa þeir svo undan lýðræðislegum ferlum sem þeir hafa samþykkt sjálfir. Satt best að segja virðist þetta ekki sérstaklega ábyrgt. Það er þó ekki víst að þetta klikki hjá þeim.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar