Ólögmætar framkvæmdir á Landsímareit – Skyndifriðun skýrð 24. janúar 2019 07:45 Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra hefði staðfest tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Fógetagarðsins í Reykjavík; þennan garð hafa borgaryfirvöld nefnt Víkurgarð í seinni tíð. Friðlýsingin er þungvægari en svonefnd aldursfriðun og þótti ekki vanþörf á að grípa til hennar. Sama dag ákvað Minjastofnun „að skyndifriða þann hluta Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns á Landssímareit í Reykjavík“. Þetta er austurhluti Víkurkirkjugarðs og samanlagt eru hann og Fógetagarðurinn hinn gamli kirkjugarður Reykvíkinga, eins og hann var 1838. Minjastofnun mun stefna að því að leggja til friðlýsingu austurhlutans á byggingarreit framkvæmdaðilans, Lindarvatns, enda segir í yfirlýsingu frá stofnuninni um þessa skyndifriðun: „Ákvörðun þessi felur í sér að lagt er til að friðlýsingarsvæðið verði stækkað.“ Við teljum þetta sjálfsagt, að skilja ekki austurhlutann út undan í friðlýsingu og munum gera nánari grein fyrir þeirri skoðun hér.Sagan Nýr kirkjugarður á Melunum var tekinn í notkun 1838 en gamli Víkurkirkjugarður var þó ekki lagður niður formlega og áfram mun hafa verið jarðsett þar, síðast með vissu 1883. Kirkja stóð í garðinum til loka 18. aldar og var seinast dómkirkja. Hún stóð þar sem núna er stytta Skúla fógeta. Vestan við hana, handan við núverandi Aðalstræti, stóð höfuðbýlið í Reykjavík að fornu.Minningarreitur og hvíldargarður borgara og gesta. Tillaga N.Grabensteiners, austurrísks arkitekts, frá 2012. Hann sér fyrir sér opinn almenningsgarð við Kirkjustræti og tengsl svæða, frá Ingólfstorgi um Víkurkirkjugarð og út að Austurvelli. Árið 1883 var Schierbeck landlækni fenginn vesturhluti hins gamla kirkjugarðs til afnota með ströngum skilmálum, garðurinn skyldi vera umgirtur og aðeins vera aldingarður, þ.e. skrúðgarður, en ekki mætti rækta þar kál, hvað þá byggja. Þetta er upphaf Fógetagarðsins. En sama ár var austurhluta garðsins ráðstafað líka. Á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis, alveg úti við Austurvöll, stóð hús lyfsala. Þeir voru jafnan danskir og áttu húsið hver eftir annan. Árið 1883 hét lyfsalinn Krüger og fékk austurhluta Víkurkirkjugarðs til varðveislu með svipuðum skilmálum, mátti aðeins nota hann til ræktunar. Þetta var 300 til 350 fm spilda, eftir sólarmerkjum að dæma, og er það reiturinn sem var skyndifriðaður á dögunum. Lyfsalarnir höfðu þarna umgirtan skrúðgarð. Í þessum austurhluta voru merktir legstaðir, eins og í Fógetagarði. Stundum er sagt að með þessari ráðstöfun og skiptingu 1883 hafi gamli kirkjugarðurinn verið „afhelgaður“ en ekkert kemur fram um það. Kirkjubyggingar eru stundum afhelgaðar en fróðustu menn vita ekki til að kirkjugarðar séu nokkurn tíma afhelgaðir. En með því að fá mönnum hinn gamla kirkjugarð til ræktunar mun hafa þótt vel fyrir séð um varðveislu hans.Lög Í 33. gr. í lögum um kirkjugarða (36/1993) segir: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts (prófasta). Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki. Þó getur [ráðuneytið] veitt undanþágu frá þessu, að fengnu samþykki [kirkjugarðaráðs]“. Sambærilegt ákvæði var fyrst sett í íslensk lög 1901 en styðst við langa hefð, gamlir kirkjugarðar voru jafnan varðveittir og lögð áhersla á að þeir væru girtir svo að skepnur væru þar ekki á beit. Því er stundum haldið fram að ekki þurfi að virða grafarró lengur en í 75 ár. Í 29. gr. sömu laga (36/1993) segir: „Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma liðnum er kirkjugarðsstjórn heimilt að grafa þar að nýju eða framlengja friðun ef þess er óskað.“ Þetta merkir að jarðsetja megi að nýju í grafarstæði eftir 75 ár. Það merkir ekki að frjálst sé að umturna kirkjugörðum að loknum 75 árum frá síðustu jarðsetningu. Ofannefnd 33. gr. er ótvíræð um þetta. Bygging í austurhluta Víkurkirkjugarðs er þar með ólögleg nema undanþága sé veitt en um hana hefur ekki verið sótt.Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Friðrik Ólafsson fv. skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Þorláksson fv. prófessor, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kirkjugarðar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra hefði staðfest tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Fógetagarðsins í Reykjavík; þennan garð hafa borgaryfirvöld nefnt Víkurgarð í seinni tíð. Friðlýsingin er þungvægari en svonefnd aldursfriðun og þótti ekki vanþörf á að grípa til hennar. Sama dag ákvað Minjastofnun „að skyndifriða þann hluta Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns á Landssímareit í Reykjavík“. Þetta er austurhluti Víkurkirkjugarðs og samanlagt eru hann og Fógetagarðurinn hinn gamli kirkjugarður Reykvíkinga, eins og hann var 1838. Minjastofnun mun stefna að því að leggja til friðlýsingu austurhlutans á byggingarreit framkvæmdaðilans, Lindarvatns, enda segir í yfirlýsingu frá stofnuninni um þessa skyndifriðun: „Ákvörðun þessi felur í sér að lagt er til að friðlýsingarsvæðið verði stækkað.“ Við teljum þetta sjálfsagt, að skilja ekki austurhlutann út undan í friðlýsingu og munum gera nánari grein fyrir þeirri skoðun hér.Sagan Nýr kirkjugarður á Melunum var tekinn í notkun 1838 en gamli Víkurkirkjugarður var þó ekki lagður niður formlega og áfram mun hafa verið jarðsett þar, síðast með vissu 1883. Kirkja stóð í garðinum til loka 18. aldar og var seinast dómkirkja. Hún stóð þar sem núna er stytta Skúla fógeta. Vestan við hana, handan við núverandi Aðalstræti, stóð höfuðbýlið í Reykjavík að fornu.Minningarreitur og hvíldargarður borgara og gesta. Tillaga N.Grabensteiners, austurrísks arkitekts, frá 2012. Hann sér fyrir sér opinn almenningsgarð við Kirkjustræti og tengsl svæða, frá Ingólfstorgi um Víkurkirkjugarð og út að Austurvelli. Árið 1883 var Schierbeck landlækni fenginn vesturhluti hins gamla kirkjugarðs til afnota með ströngum skilmálum, garðurinn skyldi vera umgirtur og aðeins vera aldingarður, þ.e. skrúðgarður, en ekki mætti rækta þar kál, hvað þá byggja. Þetta er upphaf Fógetagarðsins. En sama ár var austurhluta garðsins ráðstafað líka. Á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis, alveg úti við Austurvöll, stóð hús lyfsala. Þeir voru jafnan danskir og áttu húsið hver eftir annan. Árið 1883 hét lyfsalinn Krüger og fékk austurhluta Víkurkirkjugarðs til varðveislu með svipuðum skilmálum, mátti aðeins nota hann til ræktunar. Þetta var 300 til 350 fm spilda, eftir sólarmerkjum að dæma, og er það reiturinn sem var skyndifriðaður á dögunum. Lyfsalarnir höfðu þarna umgirtan skrúðgarð. Í þessum austurhluta voru merktir legstaðir, eins og í Fógetagarði. Stundum er sagt að með þessari ráðstöfun og skiptingu 1883 hafi gamli kirkjugarðurinn verið „afhelgaður“ en ekkert kemur fram um það. Kirkjubyggingar eru stundum afhelgaðar en fróðustu menn vita ekki til að kirkjugarðar séu nokkurn tíma afhelgaðir. En með því að fá mönnum hinn gamla kirkjugarð til ræktunar mun hafa þótt vel fyrir séð um varðveislu hans.Lög Í 33. gr. í lögum um kirkjugarða (36/1993) segir: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts (prófasta). Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki. Þó getur [ráðuneytið] veitt undanþágu frá þessu, að fengnu samþykki [kirkjugarðaráðs]“. Sambærilegt ákvæði var fyrst sett í íslensk lög 1901 en styðst við langa hefð, gamlir kirkjugarðar voru jafnan varðveittir og lögð áhersla á að þeir væru girtir svo að skepnur væru þar ekki á beit. Því er stundum haldið fram að ekki þurfi að virða grafarró lengur en í 75 ár. Í 29. gr. sömu laga (36/1993) segir: „Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma liðnum er kirkjugarðsstjórn heimilt að grafa þar að nýju eða framlengja friðun ef þess er óskað.“ Þetta merkir að jarðsetja megi að nýju í grafarstæði eftir 75 ár. Það merkir ekki að frjálst sé að umturna kirkjugörðum að loknum 75 árum frá síðustu jarðsetningu. Ofannefnd 33. gr. er ótvíræð um þetta. Bygging í austurhluta Víkurkirkjugarðs er þar með ólögleg nema undanþága sé veitt en um hana hefur ekki verið sótt.Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Friðrik Ólafsson fv. skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Þorláksson fv. prófessor, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar