Heimili landsins áfram mun meira í óverðtryggðum húsnæðislánum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Heimilin verja sig gagnvart verðbólgunni. Fréttablaðið/Anton Brink Ný óverðtryggð lán viðskiptabankanna til heimila landsins, með veði í húsnæði, námu 10,6 milljörðum króna umfram uppgreiðslur í desember síðastliðnum á sama tíma og ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru aðeins 318 milljónir króna umfram uppgreiðslur. Þetta sýna nýjar tölur Seðlabanka Íslands sem eru byggðar á upplýsingum frá bönkunum. Mikil umskipti hafa orðið í lánabókum bankanna undanfarna mánuði, sér í lagi frá haustmánuðum síðasta árs, en þannig lánuðu bankarnir óverðtryggð lán til heimila, með veði í íbúð, fyrir samtals 35,2 milljarða króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2018, þegar tillit hefur verið tekið til uppgreiðslna. Til samanburðar námu ný verðtryggð húsnæðislán bankanna til heimila aðeins 2,0 milljörðum króna umfram uppgreiðslur á sama tímabili. Drógust verðtryggð húsnæðislán bankanna saman um tæpan einn milljarð í nóvember en það var í fyrsta sinn í tæp fjögur ár sem uppgreiðslur reyndust hærri en nýjar lántökur. Sé litið til alls síðasta árs voru ný óverðtryggð lán bankanna til heimila, með veði í íbúð, samtals tæplega 88 milljarðar króna umfram uppgreiðslur á meðan ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru alls 57 milljarðar króna umfram uppgreiðslur. Til samanburðar námu óverðtryggðu húsnæðislánin 24 milljörðum króna og verðtryggðu lánin 93 milljörðum króna umfram uppgreiðslur árið 2017. Sem kunnugt er var met slegið í nóvembermánuði í fyrra þegar bankanir lánuðu óverðtryggð lán til heimila, með veði í íbúðarhúsnæði, fyrir 14,3 milljarða króna, að teknu tilliti til uppgreiðslna. Vextir á óverðtryggðum lánum í bönkunum hafa hækkað verulega undanfarið, samfara aukinni ásókn heimila í slík lán, og umtalsvert umfram hækkun stýrivaxta. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Ný óverðtryggð lán viðskiptabankanna til heimila landsins, með veði í húsnæði, námu 10,6 milljörðum króna umfram uppgreiðslur í desember síðastliðnum á sama tíma og ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru aðeins 318 milljónir króna umfram uppgreiðslur. Þetta sýna nýjar tölur Seðlabanka Íslands sem eru byggðar á upplýsingum frá bönkunum. Mikil umskipti hafa orðið í lánabókum bankanna undanfarna mánuði, sér í lagi frá haustmánuðum síðasta árs, en þannig lánuðu bankarnir óverðtryggð lán til heimila, með veði í íbúð, fyrir samtals 35,2 milljarða króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2018, þegar tillit hefur verið tekið til uppgreiðslna. Til samanburðar námu ný verðtryggð húsnæðislán bankanna til heimila aðeins 2,0 milljörðum króna umfram uppgreiðslur á sama tímabili. Drógust verðtryggð húsnæðislán bankanna saman um tæpan einn milljarð í nóvember en það var í fyrsta sinn í tæp fjögur ár sem uppgreiðslur reyndust hærri en nýjar lántökur. Sé litið til alls síðasta árs voru ný óverðtryggð lán bankanna til heimila, með veði í íbúð, samtals tæplega 88 milljarðar króna umfram uppgreiðslur á meðan ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru alls 57 milljarðar króna umfram uppgreiðslur. Til samanburðar námu óverðtryggðu húsnæðislánin 24 milljörðum króna og verðtryggðu lánin 93 milljörðum króna umfram uppgreiðslur árið 2017. Sem kunnugt er var met slegið í nóvembermánuði í fyrra þegar bankanir lánuðu óverðtryggð lán til heimila, með veði í íbúðarhúsnæði, fyrir 14,3 milljarða króna, að teknu tilliti til uppgreiðslna. Vextir á óverðtryggðum lánum í bönkunum hafa hækkað verulega undanfarið, samfara aukinni ásókn heimila í slík lán, og umtalsvert umfram hækkun stýrivaxta.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira