Valkostur fyrir viðskiptalífið Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun