Vísir mun sýna beint frá ræðum formanns Viðskiptaráðs, Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, og forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur.
Viðskiptaþingið hefst klukkan 13 og eru ræður Katrínar Olgu og Katrínar fyrstar á dagskrá.
Í ár fjallar þingið um nýjar áskoranir nútímaleiðtoga í takt við gífurlegt upplýsingaflæði og tækniframfarir. '
„Áskoranir nútímaleiðtoga hafa breyst í takt við gífurlegt upplýsingaflæði og tækniframfarir. Auknar áherslur á viðskiptasiðferði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru ennfremur að gjörbreyta viðskiptaháttum. Viðskiptaþing 2019 fjallar um hvernig leiðtoginn fetar farsælan veg í heimi óvissu þar sem skyggni er nánast ekkert,“ segir á vef Viðskiptaráðs.