Einkafjárfestar þurfa að láta til sín taka Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Helgi Magnússon hélt útgáfuhóf í Gamla bíói. Guðmundur Kristinn Jóhannesson Vöntun er á einkafjárfestum sem veita skráðum íslenskum félögum örugga forystu í góðu samstarfi við stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóði, vátryggingarfélög og aðra söfnunarsjóði. Það er ein af ástæðum mikillar velgengni Marels á seinni árum að sögn Helga Magnússonar fjárfestis sem hefur nú gefið út endurminningabókina Lífið í lit. Hann hefur átt sæti í stjórn Marels síðustu 14 ár. „Samsetning hluthafahóps Marels hefur reynst félaginu gríðarlega mikilvæg og hún hefur verið mjög ólík þeirri samsetningu sem hefur einkennt mörg önnur skráð fyrirtæki á markaðinum hér heima eftir hrun,“ segir Helgi í samtali við Markaðinn og nefnir að Eyrir hafi verið kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005. Síðan þá hafi velta félagsins nífaldast, EBIT-afkoma sextánfaldast og nettóhagnaður tuttugufaldast í evrum talið. „Það hefur víða skort forystu í hluthafahóp skráðra félaga eins og til dæmis Icelandair þar sem einkafjárfestar hafa því miður lítið fjárfest á seinni árum. Óskandi væri að breyting yrði þar á. Sem betur fer hafa íslenskir einkafjárfestar látið til sín taka að nýju í Eimskip og HB Granda, og þetta þarf að eiga sér stað hjá fleiri félögum. Smærri fjárfestar eru rólegri ef þeir vita af öruggri forystu í hluthafahópnum. Það gengur ekki lengur að vísa á hrun sem varð fyrir meira en áratug. Þjóðin er búin að vera of lengi föst í því fari.“Stjórnarmenn taki áhættu Helgi hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu í atvinnulífinu. Í endurminningabók sinni, sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, kemur hann einnig inn á mikilvægi þess að stjórnarmenn hafi beina hagsmuni af velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá. „Það hefur aðeins verið í tísku að sækja fólk til stjórnarsetu sem tengist viðkomandi félögum ekkert og á helst ekkert í þeim. Ég tel hins vegar verulegan styrk að því að stjórnarmenn fjárfesti í atvinnulífinu og þori að taka áhættu með öðrum hluthöfum,“ segir Helgi. „Þeir njóta þannig velgengni með fyrirtækjunum þegar vel gengur og þjást með þeim ef á móti blæs. Mér finnst það eðlilegra en að vera laus allra mála og eiga ekkert undir.“ Tvær nefndir féllu á prófinu Tilnefningarnefndum hefur verið komið á fót í meira en helmingi skráðra félaga á aðallista Kauphallarinnar. Marel er eitt þeirra sem hefur enn ekki komið á fót tilnefningarnefnd en breyting kann að verða á því. Helgi efast um mikla gagnsemi tilnefningarnefnda í smáu hagkerfi á borð við það íslenska. „Okkur er stundum tamt að bera okkur gagnrýnislaust saman við risasamfélög. Tilnefningarnefndir eru nauðsynlegar þar sem hluthafar skipta tugum þúsunda eða jafnvel hundruðum þúsunda og stærstu hlutir eru afar smáir. Þá eru tilnefningarnefndir óhjákvæmilegar. Hérna eru hluthafar oft í kringum eitt þúsund og 10 stærstu hluthafarnir fara gjarnan með 60 til 80 prósent alls hlutafjár. Þá ætti þetta að horfa öðruvísi við,“ segir Helgi. „Tilnefningarnefndir verða prófaðar hér næstu árin og svo skulum við sjá til hverju fram vindur. Enn sem komið er þykir mér reynslan af nefndunum ekki góð. Þannig tel ég að þær hafi fallið á prófum bæði hjá VÍS og í Högum. Það er ekki góð byrjun,“ segir Helgi en minnir á að tilnefningarnefndir geti ekki orðið nema ráðgefandi. Hluthafar fyrirtækjanna hafa valdið á hluthafafundum hver sem ráðgjöf nefnda kann að vera. Hluthafarnir eru ekki að framselja vald sitt. Þeir með reynslu af rekstri nálgast oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti Helgi segist leggja mikið upp úr því að til setu í stjórnum fyrirtækja veljist fólk með víðtæka reynslu af rekstri. „Með því er ég ekki að gera lítið úr fræðimönnum og öðrum sem telja sig vita nákvæmlega hvernig á að láta dæmin ganga upp án þess að hafa prófað sjálfir. Ég met rekstrarreynslu úr raunheimum miklu meira,“ segir Helgi. Þessi orð ríma við það sem kemur fram í einum kafla í endurminningabókinni. „Mér hefur sýnst að þeir sem hafa reynslu af rekstri fyrirtækja nálgist oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti en hinir. Það er mikilvæg reynsla að hafa þurft að bera ábyrgð á daglegum rekstri eins og að hafa fólk í vinnu, tryggja að tekjur séu meiri en útgjöld, eiga fyrir launum um mánaðamót, eiga fyrir virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum á réttum tíma og yfirhöfuð þurfa að láta dæmið ganga upp — ná endum saman. Oft má heyra fólk dæma um rekstur fyrirtækja, smárra og stórra, fólk sem hefur aldrei þurft að bera ábyrgð á rekstri, hefur aldrei þurft að eiga fyrir launum eða virðisaukaskatti en þegið laun sín örugglega frá öðrum skilvíslega um hver mánaðamót. Þetta á því miður oft við um stjórnmálamenn, embættismenn, fræðimenn og aðra sem gjarnan vita nákvæmlega hvernig á að gera hlutina en hafa aldrei prófað það sjálfir. Ég met reynslu þeirra meira sem hafa þurft að láta dæmin ganga upp á eigin ábyrgð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vöntun er á einkafjárfestum sem veita skráðum íslenskum félögum örugga forystu í góðu samstarfi við stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóði, vátryggingarfélög og aðra söfnunarsjóði. Það er ein af ástæðum mikillar velgengni Marels á seinni árum að sögn Helga Magnússonar fjárfestis sem hefur nú gefið út endurminningabókina Lífið í lit. Hann hefur átt sæti í stjórn Marels síðustu 14 ár. „Samsetning hluthafahóps Marels hefur reynst félaginu gríðarlega mikilvæg og hún hefur verið mjög ólík þeirri samsetningu sem hefur einkennt mörg önnur skráð fyrirtæki á markaðinum hér heima eftir hrun,“ segir Helgi í samtali við Markaðinn og nefnir að Eyrir hafi verið kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005. Síðan þá hafi velta félagsins nífaldast, EBIT-afkoma sextánfaldast og nettóhagnaður tuttugufaldast í evrum talið. „Það hefur víða skort forystu í hluthafahóp skráðra félaga eins og til dæmis Icelandair þar sem einkafjárfestar hafa því miður lítið fjárfest á seinni árum. Óskandi væri að breyting yrði þar á. Sem betur fer hafa íslenskir einkafjárfestar látið til sín taka að nýju í Eimskip og HB Granda, og þetta þarf að eiga sér stað hjá fleiri félögum. Smærri fjárfestar eru rólegri ef þeir vita af öruggri forystu í hluthafahópnum. Það gengur ekki lengur að vísa á hrun sem varð fyrir meira en áratug. Þjóðin er búin að vera of lengi föst í því fari.“Stjórnarmenn taki áhættu Helgi hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu í atvinnulífinu. Í endurminningabók sinni, sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, kemur hann einnig inn á mikilvægi þess að stjórnarmenn hafi beina hagsmuni af velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá. „Það hefur aðeins verið í tísku að sækja fólk til stjórnarsetu sem tengist viðkomandi félögum ekkert og á helst ekkert í þeim. Ég tel hins vegar verulegan styrk að því að stjórnarmenn fjárfesti í atvinnulífinu og þori að taka áhættu með öðrum hluthöfum,“ segir Helgi. „Þeir njóta þannig velgengni með fyrirtækjunum þegar vel gengur og þjást með þeim ef á móti blæs. Mér finnst það eðlilegra en að vera laus allra mála og eiga ekkert undir.“ Tvær nefndir féllu á prófinu Tilnefningarnefndum hefur verið komið á fót í meira en helmingi skráðra félaga á aðallista Kauphallarinnar. Marel er eitt þeirra sem hefur enn ekki komið á fót tilnefningarnefnd en breyting kann að verða á því. Helgi efast um mikla gagnsemi tilnefningarnefnda í smáu hagkerfi á borð við það íslenska. „Okkur er stundum tamt að bera okkur gagnrýnislaust saman við risasamfélög. Tilnefningarnefndir eru nauðsynlegar þar sem hluthafar skipta tugum þúsunda eða jafnvel hundruðum þúsunda og stærstu hlutir eru afar smáir. Þá eru tilnefningarnefndir óhjákvæmilegar. Hérna eru hluthafar oft í kringum eitt þúsund og 10 stærstu hluthafarnir fara gjarnan með 60 til 80 prósent alls hlutafjár. Þá ætti þetta að horfa öðruvísi við,“ segir Helgi. „Tilnefningarnefndir verða prófaðar hér næstu árin og svo skulum við sjá til hverju fram vindur. Enn sem komið er þykir mér reynslan af nefndunum ekki góð. Þannig tel ég að þær hafi fallið á prófum bæði hjá VÍS og í Högum. Það er ekki góð byrjun,“ segir Helgi en minnir á að tilnefningarnefndir geti ekki orðið nema ráðgefandi. Hluthafar fyrirtækjanna hafa valdið á hluthafafundum hver sem ráðgjöf nefnda kann að vera. Hluthafarnir eru ekki að framselja vald sitt. Þeir með reynslu af rekstri nálgast oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti Helgi segist leggja mikið upp úr því að til setu í stjórnum fyrirtækja veljist fólk með víðtæka reynslu af rekstri. „Með því er ég ekki að gera lítið úr fræðimönnum og öðrum sem telja sig vita nákvæmlega hvernig á að láta dæmin ganga upp án þess að hafa prófað sjálfir. Ég met rekstrarreynslu úr raunheimum miklu meira,“ segir Helgi. Þessi orð ríma við það sem kemur fram í einum kafla í endurminningabókinni. „Mér hefur sýnst að þeir sem hafa reynslu af rekstri fyrirtækja nálgist oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti en hinir. Það er mikilvæg reynsla að hafa þurft að bera ábyrgð á daglegum rekstri eins og að hafa fólk í vinnu, tryggja að tekjur séu meiri en útgjöld, eiga fyrir launum um mánaðamót, eiga fyrir virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum á réttum tíma og yfirhöfuð þurfa að láta dæmið ganga upp — ná endum saman. Oft má heyra fólk dæma um rekstur fyrirtækja, smárra og stórra, fólk sem hefur aldrei þurft að bera ábyrgð á rekstri, hefur aldrei þurft að eiga fyrir launum eða virðisaukaskatti en þegið laun sín örugglega frá öðrum skilvíslega um hver mánaðamót. Þetta á því miður oft við um stjórnmálamenn, embættismenn, fræðimenn og aðra sem gjarnan vita nákvæmlega hvernig á að gera hlutina en hafa aldrei prófað það sjálfir. Ég met reynslu þeirra meira sem hafa þurft að láta dæmin ganga upp á eigin ábyrgð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29