Arion, Capacent og Landsbankinn hækka verðmöt sín á Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 09:30 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Greinendur líta framtíð félagsins björtum augum. Fréttablaðið/Anton Brink Greinendur þriggja fyrirtækja hækkuðu fyrr í vikunni verðmöt sín á Marel og telja að þrátt fyrir mikla hækkun á hlutabréfaverði félagsins undanfarnar vikur eigi bréfin nokkuð inni. Greiningardeild Arion banka metur gengi hlutabréfa í Marel á 513 krónur á hlut sem er 7,6 prósenta hækkun, í krónum, frá síðasta verðmati í desember. Nýjasta verðmat greinenda Capacent hljóðar upp á 560 krónur á hlut og þá metur hagfræðideild Landsbankans gengi bréfanna á 499 krónur á hlut sem er 7,1 prósents hækkun, einnig í krónum, frá því í byrjun síðasta mánaðar. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Marels í 490 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Hafa bréfin hækkað um ríflega 21 prósent í verði undanfarinn mánuð. Verðmöt greinendanna eru þannig umtalsvert hærri en núverandi gengi bréfanna. Munurinn er hins vegar áberandi minnstur, eða aðeins um 1,8 prósent, í tilfelli Landsbankans sem ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum sínum í Marel. Greiningardeild Arion banka bendir á að uppgjör Marels fyrir fjórða fjórðung síðasta árs, sem hafi verið vel umfram væntingar, skýri að mestu leyti hærra verðmat deildarinnar. Hvað varði mögulegar skýringar á hækkun hlutabréfa félagsins undanfarið nefna þeir til að mynda að hlutabréf í sambærilegum fyrirtækjum hafi hækkað, félagið hafi nýverið skilað sterku fjórðungsuppgjöri og þá hafi nýir erlendir fjárfestar jafnframt verið að kaupa bréf í félaginu.Í verðmati Arion banka er tekið fram að auðveldlega megi færa rök fyrir því að nýleg hækkun hlutabréfa í Marel eigi að hvetja innlenda stofnanafjárfesta, líkt og lífeyrissjóðina, til þess að draga aðeins úr eignarhaldi sínu í félaginu. Hins vegar eiga greinendur bankans ekki endilega von á því að sú verði raunin. Eignarhlutur umræddra fjárfesta í Marel sé ekki sérstaklega stór í samanburði við stærð Marels á íslenska hlutabréfamarkaðinum og þá sé ólíklegt að fjárfestarnir telji að vægi innlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum sé óþægilega hátt. Greinendur Landsbankans segjast ekki gera ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum í starfsemi Marels á þessu ári miðað við það sem þeir gerðu ráð fyrir í síðasta verðmati í janúar. Þeir benda á að dregið hafi úr vexti nýrra pantana á síðustu fjórum ársfjórðungum og þá sé pantanabókin 10 prósentum minni en hún var í lok mars í fyrra. Hins vegar spá sérfræðingar bankans 6 prósenta söluvexti í ár sem sé í samræmi við langtímamarkmið stjórnenda félagsins. Til samanburðar jukust tekjur Marels um 15,4 prósent á síðasta ári en félagið skilaði mettekjum, 331 milljón evra, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00 Kominn með um sex milljarða hlut í Marel Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. 20. febrúar 2019 06:00 Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Greinendur þriggja fyrirtækja hækkuðu fyrr í vikunni verðmöt sín á Marel og telja að þrátt fyrir mikla hækkun á hlutabréfaverði félagsins undanfarnar vikur eigi bréfin nokkuð inni. Greiningardeild Arion banka metur gengi hlutabréfa í Marel á 513 krónur á hlut sem er 7,6 prósenta hækkun, í krónum, frá síðasta verðmati í desember. Nýjasta verðmat greinenda Capacent hljóðar upp á 560 krónur á hlut og þá metur hagfræðideild Landsbankans gengi bréfanna á 499 krónur á hlut sem er 7,1 prósents hækkun, einnig í krónum, frá því í byrjun síðasta mánaðar. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Marels í 490 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Hafa bréfin hækkað um ríflega 21 prósent í verði undanfarinn mánuð. Verðmöt greinendanna eru þannig umtalsvert hærri en núverandi gengi bréfanna. Munurinn er hins vegar áberandi minnstur, eða aðeins um 1,8 prósent, í tilfelli Landsbankans sem ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum sínum í Marel. Greiningardeild Arion banka bendir á að uppgjör Marels fyrir fjórða fjórðung síðasta árs, sem hafi verið vel umfram væntingar, skýri að mestu leyti hærra verðmat deildarinnar. Hvað varði mögulegar skýringar á hækkun hlutabréfa félagsins undanfarið nefna þeir til að mynda að hlutabréf í sambærilegum fyrirtækjum hafi hækkað, félagið hafi nýverið skilað sterku fjórðungsuppgjöri og þá hafi nýir erlendir fjárfestar jafnframt verið að kaupa bréf í félaginu.Í verðmati Arion banka er tekið fram að auðveldlega megi færa rök fyrir því að nýleg hækkun hlutabréfa í Marel eigi að hvetja innlenda stofnanafjárfesta, líkt og lífeyrissjóðina, til þess að draga aðeins úr eignarhaldi sínu í félaginu. Hins vegar eiga greinendur bankans ekki endilega von á því að sú verði raunin. Eignarhlutur umræddra fjárfesta í Marel sé ekki sérstaklega stór í samanburði við stærð Marels á íslenska hlutabréfamarkaðinum og þá sé ólíklegt að fjárfestarnir telji að vægi innlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum sé óþægilega hátt. Greinendur Landsbankans segjast ekki gera ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum í starfsemi Marels á þessu ári miðað við það sem þeir gerðu ráð fyrir í síðasta verðmati í janúar. Þeir benda á að dregið hafi úr vexti nýrra pantana á síðustu fjórum ársfjórðungum og þá sé pantanabókin 10 prósentum minni en hún var í lok mars í fyrra. Hins vegar spá sérfræðingar bankans 6 prósenta söluvexti í ár sem sé í samræmi við langtímamarkmið stjórnenda félagsins. Til samanburðar jukust tekjur Marels um 15,4 prósent á síðasta ári en félagið skilaði mettekjum, 331 milljón evra, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00 Kominn með um sex milljarða hlut í Marel Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. 20. febrúar 2019 06:00 Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00
Kominn með um sex milljarða hlut í Marel Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. 20. febrúar 2019 06:00
Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30