Hamilton vs. Loftsson Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Það leið ekki á löngu frá því að sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið. Í þeim er veiðunum jafnan líkt við slátranir og fjöldamorð og með fréttunum fylgja grafískar myndir af verkun hvalanna undir berum himni í Hvalfirði. Ráðherra kveðst keikur byggja ákvörðun sína á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Fræðimenn gagnrýndu skýrsluna harðlega og ferðaþjónustan tók undir. ?Furðu sætir að jafn umdeild ákvörðun sé byggð á jafn veikum grunni og raun ber vitni þegar orðspor Íslands í útlöndum er undir. Ísland hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Fyrir vikið eigum við verðmætt vörumerki – merki sem þarf að umgangast af varúð á tímum sem ein færsla frá áhrifamiklum aðila á samfélagsmiðlum getur stofnað umfangsmiklum viðskiptahagsmunum í hættu á augabragði. Slíka áhættu er erfitt að greina með Excel-æfingum. Gott dæmi um þetta er færsla breska ökuþórsins Lewis Hamilton á Instagram í gær þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt. Tæplega ein milljón af tíu milljónum fylgjenda Hamiltons hafði brugðist við færslunni aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún birtist. Stjórnvöldum ætti einnig að vera minnisstæð viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods fyrir fáeinum árum við hvalveiðibröltinu og ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum með íslenskan fisk við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals hf. og þáverandi stjórnarformanns og hluthafa í HB Granda. Líklega er einungis tímaspursmál hvenær aðrar stórverslanir og dreifingaraðilar vestanhafs feta í þau fótspor. ?Stór hluti heimsbyggðarinnar og æ fleiri Íslendingar líta á hvalveiðar sem dýraníð. Alþjóðlegir samningar banna veiðarnar enda þykja veiðiaðferðirnar frumstæðar og drápstækin ófullkomin. Dýrin engjast um svo mínútum skiptir eftir sprengiskutla áður en þau eru dregin til lands og verkuð í trássi við gildandi reglugerðir. Jafnframt verður ekki séð að traustur efnahagslegur grundvöllur sé fyrir veiðunum enda gat Hvalur hf. ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar í tvö ár vegna viðskiptahindrana á langreyðarafurðum. Áhættan með veiðunum er mikil en ávinningurinn lítill sem enginn. Líklega eru kjósendur Vinstri grænna með mest óbragð í munni um þessar mundir. Nú eru hvalveiðarnar í þeirra boði. Hvern hefði grunað að það yrði á vakt umhverfisverndarsinnans Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi aktívistans Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem þetta afbrigðilega áhugamál Kristjáns Loftssonar gengur í endurnýjun lífdaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það leið ekki á löngu frá því að sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið. Í þeim er veiðunum jafnan líkt við slátranir og fjöldamorð og með fréttunum fylgja grafískar myndir af verkun hvalanna undir berum himni í Hvalfirði. Ráðherra kveðst keikur byggja ákvörðun sína á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Fræðimenn gagnrýndu skýrsluna harðlega og ferðaþjónustan tók undir. ?Furðu sætir að jafn umdeild ákvörðun sé byggð á jafn veikum grunni og raun ber vitni þegar orðspor Íslands í útlöndum er undir. Ísland hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Fyrir vikið eigum við verðmætt vörumerki – merki sem þarf að umgangast af varúð á tímum sem ein færsla frá áhrifamiklum aðila á samfélagsmiðlum getur stofnað umfangsmiklum viðskiptahagsmunum í hættu á augabragði. Slíka áhættu er erfitt að greina með Excel-æfingum. Gott dæmi um þetta er færsla breska ökuþórsins Lewis Hamilton á Instagram í gær þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt. Tæplega ein milljón af tíu milljónum fylgjenda Hamiltons hafði brugðist við færslunni aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún birtist. Stjórnvöldum ætti einnig að vera minnisstæð viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods fyrir fáeinum árum við hvalveiðibröltinu og ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum með íslenskan fisk við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals hf. og þáverandi stjórnarformanns og hluthafa í HB Granda. Líklega er einungis tímaspursmál hvenær aðrar stórverslanir og dreifingaraðilar vestanhafs feta í þau fótspor. ?Stór hluti heimsbyggðarinnar og æ fleiri Íslendingar líta á hvalveiðar sem dýraníð. Alþjóðlegir samningar banna veiðarnar enda þykja veiðiaðferðirnar frumstæðar og drápstækin ófullkomin. Dýrin engjast um svo mínútum skiptir eftir sprengiskutla áður en þau eru dregin til lands og verkuð í trássi við gildandi reglugerðir. Jafnframt verður ekki séð að traustur efnahagslegur grundvöllur sé fyrir veiðunum enda gat Hvalur hf. ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar í tvö ár vegna viðskiptahindrana á langreyðarafurðum. Áhættan með veiðunum er mikil en ávinningurinn lítill sem enginn. Líklega eru kjósendur Vinstri grænna með mest óbragð í munni um þessar mundir. Nú eru hvalveiðarnar í þeirra boði. Hvern hefði grunað að það yrði á vakt umhverfisverndarsinnans Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi aktívistans Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem þetta afbrigðilega áhugamál Kristjáns Loftssonar gengur í endurnýjun lífdaga?
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar