Við höfum öll hlutverk – verndum börn samfélagsins Ellen Calmon skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar