Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 14:00 Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump. AP/Susan Walsh Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira