Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 23:15 Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Getty/Andrew Harrer Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður „forhertur glæpamaður“ sem fór „endurtekið og blygðunarlaust“ á svig við lögin í nýrri greinargerð frá Roberti Mueller, sérstökum saksóknara. Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. Í greinargerðinni segir að Manafort eigi skilið viðbótarfangelsisdóm fyrir glæpi sína en hann á þegar yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir fjársvik í Virginíuríki. Viðbótardómurinn eigi að endurspegla alvarleika glæpanna sem hann hafi framið og er mælt með harðri refsingu. Í greinargerðinni segir enn fremur að Manafort hafi verið forhertur og fastheldinn í viðleitni sinni til lögbrota. Þá hafi hann ekki sýnt af sér neina iðrun vegna glæpa sinna og sé jafnframt líklegur til að brjóta af sér á ný.Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár.Vísir/EPAManafort var kosningastjóri Trumps í forsetakosningunum árið 2016 en hann hefur verið í fangelsi síðan í júní. Hann samþykkti í fyrra að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm. Eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra. Dómari komst svo að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Var þá talið líklegt að sá dómur þýddi að dómur í málunum þar sem hann játaði sök yrði þyngdur. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Manafort í Virginíu þann 8. mars næstkomandi. Þá verður dómsuppkvaðning í máli hans í Washington fimm dögum síðar, 13. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður „forhertur glæpamaður“ sem fór „endurtekið og blygðunarlaust“ á svig við lögin í nýrri greinargerð frá Roberti Mueller, sérstökum saksóknara. Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. Í greinargerðinni segir að Manafort eigi skilið viðbótarfangelsisdóm fyrir glæpi sína en hann á þegar yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir fjársvik í Virginíuríki. Viðbótardómurinn eigi að endurspegla alvarleika glæpanna sem hann hafi framið og er mælt með harðri refsingu. Í greinargerðinni segir enn fremur að Manafort hafi verið forhertur og fastheldinn í viðleitni sinni til lögbrota. Þá hafi hann ekki sýnt af sér neina iðrun vegna glæpa sinna og sé jafnframt líklegur til að brjóta af sér á ný.Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár.Vísir/EPAManafort var kosningastjóri Trumps í forsetakosningunum árið 2016 en hann hefur verið í fangelsi síðan í júní. Hann samþykkti í fyrra að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm. Eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra. Dómari komst svo að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Var þá talið líklegt að sá dómur þýddi að dómur í málunum þar sem hann játaði sök yrði þyngdur. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Manafort í Virginíu þann 8. mars næstkomandi. Þá verður dómsuppkvaðning í máli hans í Washington fimm dögum síðar, 13. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34