Fátækt fólk María Bjarnadóttir skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Ég hugsa fallega til fólksins sem stendur í kjarasamningastússi um þessar mundir. Þetta er örugglega mjög vanþakklátt starf að sinna þó að við endamarkið séu í boði bætt lífskjör fyrir almenning, stöðugleiki fyrir hagkerfið og vöfflur með rjóma fyrir samningafólkið. Ferlið hlýtur að vera ansi lýjandi fyrir þau sem standa samningavaktina. Allir þessir samningafundir og undirbúningur afstöðu. Rýna í tillögur mótaðila og meta hvernig tillögur ríkisvaldsins hafa áhrif á kröfugerð. Vonir og væntingar félagsmanna á bakinu. Þetta er alveg svolítið puð þó það sé ekkert færiband með fisk á við samningaborðið. Ég fann allavega að ég var aðeins orðin lúin á þessu í gær þegar ég renndi niður í Öxnadalinn og hef þó enga aðkomu að málinu aðra en að fylgjast með fréttum með ómarkvissum hætti. Það er nútíma lúxus að finna fyrir trausti til aðila vinnumarkaðarins um að þau muni komast að lausn sem gætir að réttindum verkafólks og stuðlar um leið að stöðugleika í hagkerfinu. Verandi á söguslóðum bókarinnar Fátækt fólk varð mér hugsað til frásagna Tryggva Emilssonar af kjörum og veruleika verkafólks á Íslandi snemma á síðustu öld. Reyndar hef ég aldrei lesið bókina alla. Óréttlætið og örbirgðin sem þar er lýst er svo yfirþyrmandi að ég hef aldrei komist lengra en þegar kaupmaðurinn tók af þeim kúna upp í skuld. Það eru magnaðar framfarir sem íslenskt samfélag hefur tekið síðan Tryggvi missti móður sína og var komið fyrir hjá ókunnugum barn að aldri. Framfarirnar hafa ekki bara verið í tækni eða hagvexti, heldur líka í mikilvægum félagslegum innviðum sem gera það að verkum að veruleikinn sem Tryggvi lýsti tilheyrir sögunni. Ég treysti kjarasamningafólkinu okkar allra til þess að gæta þess að þannig verði það áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hugsa fallega til fólksins sem stendur í kjarasamningastússi um þessar mundir. Þetta er örugglega mjög vanþakklátt starf að sinna þó að við endamarkið séu í boði bætt lífskjör fyrir almenning, stöðugleiki fyrir hagkerfið og vöfflur með rjóma fyrir samningafólkið. Ferlið hlýtur að vera ansi lýjandi fyrir þau sem standa samningavaktina. Allir þessir samningafundir og undirbúningur afstöðu. Rýna í tillögur mótaðila og meta hvernig tillögur ríkisvaldsins hafa áhrif á kröfugerð. Vonir og væntingar félagsmanna á bakinu. Þetta er alveg svolítið puð þó það sé ekkert færiband með fisk á við samningaborðið. Ég fann allavega að ég var aðeins orðin lúin á þessu í gær þegar ég renndi niður í Öxnadalinn og hef þó enga aðkomu að málinu aðra en að fylgjast með fréttum með ómarkvissum hætti. Það er nútíma lúxus að finna fyrir trausti til aðila vinnumarkaðarins um að þau muni komast að lausn sem gætir að réttindum verkafólks og stuðlar um leið að stöðugleika í hagkerfinu. Verandi á söguslóðum bókarinnar Fátækt fólk varð mér hugsað til frásagna Tryggva Emilssonar af kjörum og veruleika verkafólks á Íslandi snemma á síðustu öld. Reyndar hef ég aldrei lesið bókina alla. Óréttlætið og örbirgðin sem þar er lýst er svo yfirþyrmandi að ég hef aldrei komist lengra en þegar kaupmaðurinn tók af þeim kúna upp í skuld. Það eru magnaðar framfarir sem íslenskt samfélag hefur tekið síðan Tryggvi missti móður sína og var komið fyrir hjá ókunnugum barn að aldri. Framfarirnar hafa ekki bara verið í tækni eða hagvexti, heldur líka í mikilvægum félagslegum innviðum sem gera það að verkum að veruleikinn sem Tryggvi lýsti tilheyrir sögunni. Ég treysti kjarasamningafólkinu okkar allra til þess að gæta þess að þannig verði það áfram.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar