Skattar og jöfnuður Oddný Harðardóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í rúm 100 ár barist fyrir mikilvægum jöfnunar- og velferðarmálum í samfélagi okkar. Í því sambandi má nefna almannatryggingar, orlofsrétt, atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof, vökulögin, launajafnrétti og margt fleira sem sátt er um að telja sjálfsögð réttindi, en þurfti svo sannarlega að berjast fyrir. Í yfirstandandi kjarabaráttu leggur ASÍ áherslu á að skattkerfinu verði beitt til aukins jafnaðar, að barnabótakerfið verði styrkt og að á húsnæðisvandanum verði tekið af festu með aðgerðum sem virka. Skattabreytingar undanfarinna ára hafa verið launafólki með lágar- og meðaltekjur í óhag. Það sýna öll gögn. Að sama skapi hefur hátekju- og stóreignafólk hagnast verulega á þeim sömu breytingum. Bótakerfin hafa líka markvisst verið veikt. Upphæðin sem ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu að verja til barnabóta í ár er að raungildi tæplega sú sama og samþykkt var fyrir árið 2013, síðasta ár síðustu vinstri stjórnar hér á landi. Á undanförnum sex árum hafa vel á annan tug þúsunda fjölskyldna dottið út úr kerfinu vegna grimmra tekjutenginga og skerðinga og enn fleiri hafa dottið út úr vaxtabótakerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af því að um 2.000 fleiri fjölskyldur fái barnabætur í ár en í fyrra. Það er dropi í hafið og skammarlega lítið skref. Nauðsynlegt er að gera miklu betur, enda fá fjölskyldur með meðallaun engar barnabætur. Og fæðingum fækkar á meðan eldra fólki fjölgar. Samfylkingin styður skattahugmyndir ASÍ. Verði unnið eftir þeim við útfærslu breytinga á skattkerfinu mun jöfnuður aukast á Íslandi. Það er ekki aðeins til góðs fyrir láglauna- og meðaltekjufólk sem fær fleiri aura í veskið og ekki aðeins gott fyrir ungar fjölskyldur og þá eldri sem þurfa að reiða sig á greiðslur Tryggingastofnunar – heldur mun allt samfélagið hagnast og verða betra og réttlátara. Rétt eins og aðrar samfélagsumbætur hafa gert sem ASÍ hefur barist fyrir og siglt í höfn.Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í rúm 100 ár barist fyrir mikilvægum jöfnunar- og velferðarmálum í samfélagi okkar. Í því sambandi má nefna almannatryggingar, orlofsrétt, atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof, vökulögin, launajafnrétti og margt fleira sem sátt er um að telja sjálfsögð réttindi, en þurfti svo sannarlega að berjast fyrir. Í yfirstandandi kjarabaráttu leggur ASÍ áherslu á að skattkerfinu verði beitt til aukins jafnaðar, að barnabótakerfið verði styrkt og að á húsnæðisvandanum verði tekið af festu með aðgerðum sem virka. Skattabreytingar undanfarinna ára hafa verið launafólki með lágar- og meðaltekjur í óhag. Það sýna öll gögn. Að sama skapi hefur hátekju- og stóreignafólk hagnast verulega á þeim sömu breytingum. Bótakerfin hafa líka markvisst verið veikt. Upphæðin sem ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu að verja til barnabóta í ár er að raungildi tæplega sú sama og samþykkt var fyrir árið 2013, síðasta ár síðustu vinstri stjórnar hér á landi. Á undanförnum sex árum hafa vel á annan tug þúsunda fjölskyldna dottið út úr kerfinu vegna grimmra tekjutenginga og skerðinga og enn fleiri hafa dottið út úr vaxtabótakerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af því að um 2.000 fleiri fjölskyldur fái barnabætur í ár en í fyrra. Það er dropi í hafið og skammarlega lítið skref. Nauðsynlegt er að gera miklu betur, enda fá fjölskyldur með meðallaun engar barnabætur. Og fæðingum fækkar á meðan eldra fólki fjölgar. Samfylkingin styður skattahugmyndir ASÍ. Verði unnið eftir þeim við útfærslu breytinga á skattkerfinu mun jöfnuður aukast á Íslandi. Það er ekki aðeins til góðs fyrir láglauna- og meðaltekjufólk sem fær fleiri aura í veskið og ekki aðeins gott fyrir ungar fjölskyldur og þá eldri sem þurfa að reiða sig á greiðslur Tryggingastofnunar – heldur mun allt samfélagið hagnast og verða betra og réttlátara. Rétt eins og aðrar samfélagsumbætur hafa gert sem ASÍ hefur barist fyrir og siglt í höfn.Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun