Stefnir fyrirtæki Trump vegna lögfræðikostnaðar Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 09:31 Cohen þegar hann var á leið að bara vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku. Vísir/EPA Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur stefnt Trump-fyrirtækinu. Hann sakar fyrirtækið um samningsbrot þegar það hætti að endurgreiða honum vegna lögfræðikostnaðar um leið og hann byrjaði að vinna með saksóknurum í New York. Í stefnunni heldur Cohen því fram að Trump-fyrirtækið hafi gert við hann samning um að greiða fyrir lögfræðiskostnað sem væri til kominn vegna starfa hans fyrir fyrirtækið. Ástæðan hafi verið fjöldi rannsókna, bæði Bandaríkjaþings og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þann samning hafi Trump-fyrirtækið rofið þegar Cohen byrjaði að vinna með saksóknurum. Krefst Cohen einnig 1,9 milljóna króna af Trump-fyrirtækinu vegna sekta, bóta og eignaupptöku sem hann var dæmdur til að sæta eftir að hann játaði sig sekan um að hafa brotið kosningalög, svíkja undan skatti og ljúga að Bandaríkjaþingi, að því er segir í frétt New York Times. Cohen hefur haldið því fram að Trump hafi skipað sér að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Sú greiðsla var talin brot á kosningalögum. Hann hafi síðan logið fyrir þingnefnd um tilraunir Trump til að ná samningi um háhýsi í Moskvu til að vernda forsetann. Lögmaður Trump-fyrirtækisins hafnar því alfarið að það skuldi Cohen. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna brota sinna. Hann á að hefja afplánun í maí. Í vitnisburði fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku lýsti Cohen Trump forseta sem „svikahrappi“ og „rasista“. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur stefnt Trump-fyrirtækinu. Hann sakar fyrirtækið um samningsbrot þegar það hætti að endurgreiða honum vegna lögfræðikostnaðar um leið og hann byrjaði að vinna með saksóknurum í New York. Í stefnunni heldur Cohen því fram að Trump-fyrirtækið hafi gert við hann samning um að greiða fyrir lögfræðiskostnað sem væri til kominn vegna starfa hans fyrir fyrirtækið. Ástæðan hafi verið fjöldi rannsókna, bæði Bandaríkjaþings og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þann samning hafi Trump-fyrirtækið rofið þegar Cohen byrjaði að vinna með saksóknurum. Krefst Cohen einnig 1,9 milljóna króna af Trump-fyrirtækinu vegna sekta, bóta og eignaupptöku sem hann var dæmdur til að sæta eftir að hann játaði sig sekan um að hafa brotið kosningalög, svíkja undan skatti og ljúga að Bandaríkjaþingi, að því er segir í frétt New York Times. Cohen hefur haldið því fram að Trump hafi skipað sér að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Sú greiðsla var talin brot á kosningalögum. Hann hafi síðan logið fyrir þingnefnd um tilraunir Trump til að ná samningi um háhýsi í Moskvu til að vernda forsetann. Lögmaður Trump-fyrirtækisins hafnar því alfarið að það skuldi Cohen. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna brota sinna. Hann á að hefja afplánun í maí. Í vitnisburði fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku lýsti Cohen Trump forseta sem „svikahrappi“ og „rasista“.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30