Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 07:30 Guo Ping, stjórnarformaður Huawei, á blaðamannafundi í Shenzhen þar sem hann var spurður um málsóknina. Vísir/EPA Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir. Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei. Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum. Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran. Bandaríkin Kína Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir. Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei. Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum. Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran.
Bandaríkin Kína Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent