Álaguðspjall Guðrún Vilmundardóttir skrifar 7. mars 2019 07:00 Álar eru furðuleg kvikindi og búa yfir mörgum leyndardómum. Langt fram á síðustu öld var mönnum hulin ráðgáta hvernig þeir fjölguðu sér. Aristóteles taldi að þeir spryttu upp úr moldinni og tvö þúsund árum síðar ætlaði nítján ára gamall metnaðarfullur stúdent í Trieste, Sigmund Freud, að ráða álagátuna og skar upp fjögur hundruð ála í leit að karlkynsskepnu en fann ekki eina einustu. Hann sneri sér þá að auðleystari verkefnum eins og sálgreiningu. Nú er sænskur rithöfundur, Patrik Svensson, að leggja lokahönd á svokallað Álaguðspjall (frábær titill!) þar sem hann fléttar saman sögum af þessari merkilegu skepnu og hugljúfri fjölskyldusögu. Bókin á að koma út í Svíþjóð næsta haust. Mér finnst þetta spennandi, enda áhugakona um ála. Og ég er sannarlega ekki ein. Handritið er komið á fyrir-messuflug. Í næstu viku verður haldin bókamessa í London, meiriháttar vörusýning, þar sem réttindi til að þýða og gefa út bækur ganga kaupum og sölum. Fyrir viku bárust fréttir af því að stór breskur útgefandi hefði keypt réttinn að þessari óútkomnu bók um ála og feðga, tveir aðrir fylgdu í kjölfarið með svo góðum tilboðum að þeim varð ekki hafnað og síðast þegar ég tók stöðuna stóðu yfir uppboð í tíu löndum. Áll hrygnir í Þanghafinu við austurströnd Mið-Ameríku og lirfurnar berast með Golfstraumnum að ströndum Evrópu og Ameríku, þetta er ekkert smá ferðalag. Skepnan tekur ótrúlegustu stakkaskiptum á lífsleiðinni, syndir upp ár og ef fossar eru í veginum skríður hún á blautum steinum og grasi. Allur áll deyr eftir hrygningu. Skil ekkert í því að Álaguðspjallið hafi ekki verið skrifað fyrir löngu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Álar eru furðuleg kvikindi og búa yfir mörgum leyndardómum. Langt fram á síðustu öld var mönnum hulin ráðgáta hvernig þeir fjölguðu sér. Aristóteles taldi að þeir spryttu upp úr moldinni og tvö þúsund árum síðar ætlaði nítján ára gamall metnaðarfullur stúdent í Trieste, Sigmund Freud, að ráða álagátuna og skar upp fjögur hundruð ála í leit að karlkynsskepnu en fann ekki eina einustu. Hann sneri sér þá að auðleystari verkefnum eins og sálgreiningu. Nú er sænskur rithöfundur, Patrik Svensson, að leggja lokahönd á svokallað Álaguðspjall (frábær titill!) þar sem hann fléttar saman sögum af þessari merkilegu skepnu og hugljúfri fjölskyldusögu. Bókin á að koma út í Svíþjóð næsta haust. Mér finnst þetta spennandi, enda áhugakona um ála. Og ég er sannarlega ekki ein. Handritið er komið á fyrir-messuflug. Í næstu viku verður haldin bókamessa í London, meiriháttar vörusýning, þar sem réttindi til að þýða og gefa út bækur ganga kaupum og sölum. Fyrir viku bárust fréttir af því að stór breskur útgefandi hefði keypt réttinn að þessari óútkomnu bók um ála og feðga, tveir aðrir fylgdu í kjölfarið með svo góðum tilboðum að þeim varð ekki hafnað og síðast þegar ég tók stöðuna stóðu yfir uppboð í tíu löndum. Áll hrygnir í Þanghafinu við austurströnd Mið-Ameríku og lirfurnar berast með Golfstraumnum að ströndum Evrópu og Ameríku, þetta er ekkert smá ferðalag. Skepnan tekur ótrúlegustu stakkaskiptum á lífsleiðinni, syndir upp ár og ef fossar eru í veginum skríður hún á blautum steinum og grasi. Allur áll deyr eftir hrygningu. Skil ekkert í því að Álaguðspjallið hafi ekki verið skrifað fyrir löngu
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun