Misjafnt hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undanförnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tímabilum og fræðasviðum. „Það er misjafnt eftir fræðasviðum og tímabilum hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélaginu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennurum um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þannig eykst eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisamfélagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 námsbrautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vinsælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undanförnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tímabilum og fræðasviðum. „Það er misjafnt eftir fræðasviðum og tímabilum hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélaginu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennurum um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þannig eykst eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisamfélagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 námsbrautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vinsælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira