Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:16 Dagur segir fjármál Reykjavíkurborgar góð og hefur áhyggjur af þeirri umræðuhefð sem nú hefur skapast í borginni. Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira