Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2019 19:37 Meng Wanzhou er æðsti fjárreiðumaður Huawei. Ben Nelms/Getty Stjórnvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að framselja Meng Wanzhou, fjármálastjóra og dóttur stofnanda kínverska tæknirisans Huawei, til Bandaríkjanna. Þau segja þó að lokaákvörðun um framsal hennar verði að vera í höndum dómstóla. Dómsmálaráðuneyti Kanada hafði frest til dagsins í dag til þess að ákveða hvort farið yrði með framsalsmálið fyrir dómstóla þar í landi. Málið er þó hvorki dómsmál yfir Meng eða Huawei, heldur snýr það að því hvort túlka megi málið sem svo að það falli undir framsalssamning milli Bandaríkjanna og Kanada. „Meðferð framsalsmáls fyrir dómi er ekki réttarhöld sem ætlað er að sanna sekt eða sakleysi,“ segir í yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneyti Kanada gaf út í dag. „Verði lokaniðurstaðan sú að manneskja verði framseld frá Kanada til þess að hljóta málsmeðferð í öðru landi, verður réttað yfir henni þar.“ Meng var handtekin í Kanada í desember að beiðni stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem í janúar lögðu fram 13 ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu og Meng, sem er æðsti fjárreiðumaður þess. Meðal þess sem ákærurnar snúa að eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Bæði Meng og Huawei hafa þvertekið fyrir allar ásakanir Bandaríkjanna á hendur sér. Málið hefur dregið þó nokkurn dilk á eftir sér á sviði alþjóðastjórnmála og telja sérfræðingar samband Bandaríkjanna og Kanada við Kína vera þó nokkuð skaddað vegna þess. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stjórnvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að framselja Meng Wanzhou, fjármálastjóra og dóttur stofnanda kínverska tæknirisans Huawei, til Bandaríkjanna. Þau segja þó að lokaákvörðun um framsal hennar verði að vera í höndum dómstóla. Dómsmálaráðuneyti Kanada hafði frest til dagsins í dag til þess að ákveða hvort farið yrði með framsalsmálið fyrir dómstóla þar í landi. Málið er þó hvorki dómsmál yfir Meng eða Huawei, heldur snýr það að því hvort túlka megi málið sem svo að það falli undir framsalssamning milli Bandaríkjanna og Kanada. „Meðferð framsalsmáls fyrir dómi er ekki réttarhöld sem ætlað er að sanna sekt eða sakleysi,“ segir í yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneyti Kanada gaf út í dag. „Verði lokaniðurstaðan sú að manneskja verði framseld frá Kanada til þess að hljóta málsmeðferð í öðru landi, verður réttað yfir henni þar.“ Meng var handtekin í Kanada í desember að beiðni stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem í janúar lögðu fram 13 ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu og Meng, sem er æðsti fjárreiðumaður þess. Meðal þess sem ákærurnar snúa að eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Bæði Meng og Huawei hafa þvertekið fyrir allar ásakanir Bandaríkjanna á hendur sér. Málið hefur dregið þó nokkurn dilk á eftir sér á sviði alþjóðastjórnmála og telja sérfræðingar samband Bandaríkjanna og Kanada við Kína vera þó nokkuð skaddað vegna þess.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32
Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18
Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33