Er mennt máttur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun