Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 22:45 Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. AP/Matt York Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. Sérfræðingar hafa fundið líkindi hafa á slysunum með því að bera saman gögn úr gervihnöttum. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak og í Eþíópíu tilkynnti flugstjóri flugvélarinnar að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði hann beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.Þar að auki hafa fregnir borist af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Rannsókn á flugrita hefst á morgunBBC hefur eftir þingmanninum Rick Larsen að það muni taka nokkrar vikur að uppfæra hugbúnað allra flugvélanna sem um ræðir. Það muni í það minnsta taka út apríl. Þó er bent á að FAA sagði í gær að uppfærsla sem starfsmenn Boeing hafa verið að vinna að frá flugslysinu í Indónesíu sé langt frá því að vera tilbúin. Það muni taka mánuði að klára hana.Frakkar hafa tekið yfir rannsókn á flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu. Flugritinn er þó sagður hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og óljóst er hve langan tíma það mun taka að ná gögnum af honum. Vinnan hefst í fyrramálið, samkvæmt Reuters.Forsvarsmenn Boeing staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar en hafa þó stöðvað afhendingu þeirra fimm þúsund flugvéla sem flugfélög um heiminn allan hafa pantað af bandaríska fyrirtækinu. Framleiðslu þeirra verður þó haldið áfram í millitíðinni. Hlutabréf Boeing hafa lækkað um ellefu prósent frá því á sunnudaginn. Bandaríkin Boeing Eþíópía Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. Sérfræðingar hafa fundið líkindi hafa á slysunum með því að bera saman gögn úr gervihnöttum. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak og í Eþíópíu tilkynnti flugstjóri flugvélarinnar að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði hann beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.Þar að auki hafa fregnir borist af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Rannsókn á flugrita hefst á morgunBBC hefur eftir þingmanninum Rick Larsen að það muni taka nokkrar vikur að uppfæra hugbúnað allra flugvélanna sem um ræðir. Það muni í það minnsta taka út apríl. Þó er bent á að FAA sagði í gær að uppfærsla sem starfsmenn Boeing hafa verið að vinna að frá flugslysinu í Indónesíu sé langt frá því að vera tilbúin. Það muni taka mánuði að klára hana.Frakkar hafa tekið yfir rannsókn á flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu. Flugritinn er þó sagður hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og óljóst er hve langan tíma það mun taka að ná gögnum af honum. Vinnan hefst í fyrramálið, samkvæmt Reuters.Forsvarsmenn Boeing staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar en hafa þó stöðvað afhendingu þeirra fimm þúsund flugvéla sem flugfélög um heiminn allan hafa pantað af bandaríska fyrirtækinu. Framleiðslu þeirra verður þó haldið áfram í millitíðinni. Hlutabréf Boeing hafa lækkað um ellefu prósent frá því á sunnudaginn.
Bandaríkin Boeing Eþíópía Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00