„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2019 19:30 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15