Sýndarveruleiki grænþvottar Inger Erla Thomsen skrifar 26. mars 2019 12:30 Um daginn keypti ég mér sjampó-sápustykki í umhverfisvænni og umbúðalausri búð hér á Íslandi. Ég keypti mér þessa sápu vegna þess að ég er að minnka plastnotkunina mína og að nota sápustykki í stað fljótandi sápu í brúsa er ein leið til þess. Þegar ég opnaði svo bréfið sem sápan var pökkuð í var hún líka í plastpoka inn í bréfinu. Þarna var ég orðin fórnarlamb grænþvotts og fór þess vegna brjáluð út í búð og keypti mér fimmfalt ódýrara sjampó í plastbrúsa. Grænþvottur er þegar sem fyrirtæki og framleiðendur fá okkur, neytendurna, til þess að trúa því að varan þeirra eða framleiðslan sé umhverfisvæn án þess þó að vera það í raun og veru. Íslenska dæmið um grænþvott sem allir kannast við er Brúneggjarmálið, þar sem Íslendingar höfðu verið blekktir með markaðssetningu á eggjum í mörg ár. Við urðum öll brjáluð og flestir eru eflaust enn í dag efins þegar þau kaupa egg merkt „lausagöngu hænum“. Brúnegg voru ekki einungis ranglega merkt heldur voru þau líka einu eggin í grænum eggjabakka, sem lætur okkur líða af einhverjum ástæðum eins og þau séu betri fyrir umhverfið, hænurnar og þar af leiðandi okkur. Grænar pakkningar, myndir af plöntum og merkingar um að varan sé “náttúruleg” eru stór þáttur af grænþvotti. Grænþvottur er í raun bara heilaþvottur, okkur er talið trú um varan sem við kaupum sé umhverfisvæn og þess vegna allt í lagi að kaupa hana. Fyrirtæki á Íslandi sem selja vörurnar sínar, eins og safa eða hristinga, í „umhverfisvænu“ PLA plasti falla undir fyrirtæki sem stunda grænþvott. Maíssterkja eða sykurreyr er notað til þess að mynda polylactic acid sem er þetta umrædda PLA plast. Að sjálfsögðu er PLA plast margfalt betra en venjulegt plast, það er að segja ef kringumstæðurnar eru réttar. Þannig er mál með vexti að PLA plast endar flest í landfyllingum eins og margur annar úrgangur og eyðist ekki í náttúrunni nema við ofboðslega hátt hitastig. Það sama á við um „umhverfisvænu“ einnota höldupokana sem fer ört fjölgandi í matvöruverslunum hérlendis. Þeir eru niðurbrjótanlegir líkt og PLA plastið en aðeins við ákveðnar aðstæður. Ég geri ráð fyrir því að flestir noti þessa poka eins og aðra höldupoka í ruslatunnurnar sínar, þar sem ég geri það alveg. Málið er bara að þegar ruslið okkar fer í landfyllingu þá fær pokinn ekki það súrefni, sólarljós og raka sem hann þarf til þess að brotna niður og verður þess vegna bara hluti af þeim óbrjótanlegu efnum sem eru þar fyrir og hafa verið í áratugi. Ég er ennþá brjáluð út í þetta fyrirtæki sem að ég keypti sápustykkið hjá. Þetta snýst ekki bara um að þetta eina sápustykki sé pakkað í plast heldur veit ég núna að framleiðandinn er ekki traustsins verðugur. Ég get með engu móti verið viss um að framleiðslan á þessu sápustykki sé umhverfisvæn eins og sagt er á pakkningunni, ef því er svo pakkað í plast eins og ekkert sé. Ég hef alla mína tíð hugsað um umhverfið og reyni í alvöru mitt allra besta hvað það varðar. Hvernig get ég samt sem neytandi treyst því að vara sem markaðssett er sem umhverfisvæn vara sé það í raun og veru? Lesum um fyrirtækið, framleiðandann og vöruna áður en við kaupum hana, hugsum okkur tvisvar um; vantar okkur þetta í virkilega og hvar endar þessi vara þegar ég er búin að nota hana? Það umhverfisvænasta sem við getum gert sem einstaklingar er að kaupa minna og eyða minni pening í stórfyrirtæki sem eru í raun að blekkja okkur neytendurna. Ég fékk þá flugu líka allt í einu í hausinn að mér vantaði nauðsynlega margnota rör og keypti mér þess vegna mörg slík, ég sem hef eiginlega aldrei notað rör yfir höfuð. Ég keypti mér líka dýrum dómi álnestisbox þegar ég átti þegar mörg plastnestisbox heima sem ég get vel notað. Við megum ekki sem neytendur láta blekkjast svona auðveldlega, okkur vantar ekki þessa hluti, sleppum því þá að kaupa þá. Við verðum ekkert umhverfisvænni á að eiga hluti sem eru umhverfisvænir þegar við eigum nú þegar vel nýtanlega hluti. Hættum að vera fórnarlömb grænþvottar og hugsum okkur tvisvar um þegar við kaupum, vantar okkur virkilega allt þetta dót og hvar endar það svo þegar við erum búin að nota það? Höfundur er umhverfisaktívisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Brúneggjamálið Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn keypti ég mér sjampó-sápustykki í umhverfisvænni og umbúðalausri búð hér á Íslandi. Ég keypti mér þessa sápu vegna þess að ég er að minnka plastnotkunina mína og að nota sápustykki í stað fljótandi sápu í brúsa er ein leið til þess. Þegar ég opnaði svo bréfið sem sápan var pökkuð í var hún líka í plastpoka inn í bréfinu. Þarna var ég orðin fórnarlamb grænþvotts og fór þess vegna brjáluð út í búð og keypti mér fimmfalt ódýrara sjampó í plastbrúsa. Grænþvottur er þegar sem fyrirtæki og framleiðendur fá okkur, neytendurna, til þess að trúa því að varan þeirra eða framleiðslan sé umhverfisvæn án þess þó að vera það í raun og veru. Íslenska dæmið um grænþvott sem allir kannast við er Brúneggjarmálið, þar sem Íslendingar höfðu verið blekktir með markaðssetningu á eggjum í mörg ár. Við urðum öll brjáluð og flestir eru eflaust enn í dag efins þegar þau kaupa egg merkt „lausagöngu hænum“. Brúnegg voru ekki einungis ranglega merkt heldur voru þau líka einu eggin í grænum eggjabakka, sem lætur okkur líða af einhverjum ástæðum eins og þau séu betri fyrir umhverfið, hænurnar og þar af leiðandi okkur. Grænar pakkningar, myndir af plöntum og merkingar um að varan sé “náttúruleg” eru stór þáttur af grænþvotti. Grænþvottur er í raun bara heilaþvottur, okkur er talið trú um varan sem við kaupum sé umhverfisvæn og þess vegna allt í lagi að kaupa hana. Fyrirtæki á Íslandi sem selja vörurnar sínar, eins og safa eða hristinga, í „umhverfisvænu“ PLA plasti falla undir fyrirtæki sem stunda grænþvott. Maíssterkja eða sykurreyr er notað til þess að mynda polylactic acid sem er þetta umrædda PLA plast. Að sjálfsögðu er PLA plast margfalt betra en venjulegt plast, það er að segja ef kringumstæðurnar eru réttar. Þannig er mál með vexti að PLA plast endar flest í landfyllingum eins og margur annar úrgangur og eyðist ekki í náttúrunni nema við ofboðslega hátt hitastig. Það sama á við um „umhverfisvænu“ einnota höldupokana sem fer ört fjölgandi í matvöruverslunum hérlendis. Þeir eru niðurbrjótanlegir líkt og PLA plastið en aðeins við ákveðnar aðstæður. Ég geri ráð fyrir því að flestir noti þessa poka eins og aðra höldupoka í ruslatunnurnar sínar, þar sem ég geri það alveg. Málið er bara að þegar ruslið okkar fer í landfyllingu þá fær pokinn ekki það súrefni, sólarljós og raka sem hann þarf til þess að brotna niður og verður þess vegna bara hluti af þeim óbrjótanlegu efnum sem eru þar fyrir og hafa verið í áratugi. Ég er ennþá brjáluð út í þetta fyrirtæki sem að ég keypti sápustykkið hjá. Þetta snýst ekki bara um að þetta eina sápustykki sé pakkað í plast heldur veit ég núna að framleiðandinn er ekki traustsins verðugur. Ég get með engu móti verið viss um að framleiðslan á þessu sápustykki sé umhverfisvæn eins og sagt er á pakkningunni, ef því er svo pakkað í plast eins og ekkert sé. Ég hef alla mína tíð hugsað um umhverfið og reyni í alvöru mitt allra besta hvað það varðar. Hvernig get ég samt sem neytandi treyst því að vara sem markaðssett er sem umhverfisvæn vara sé það í raun og veru? Lesum um fyrirtækið, framleiðandann og vöruna áður en við kaupum hana, hugsum okkur tvisvar um; vantar okkur þetta í virkilega og hvar endar þessi vara þegar ég er búin að nota hana? Það umhverfisvænasta sem við getum gert sem einstaklingar er að kaupa minna og eyða minni pening í stórfyrirtæki sem eru í raun að blekkja okkur neytendurna. Ég fékk þá flugu líka allt í einu í hausinn að mér vantaði nauðsynlega margnota rör og keypti mér þess vegna mörg slík, ég sem hef eiginlega aldrei notað rör yfir höfuð. Ég keypti mér líka dýrum dómi álnestisbox þegar ég átti þegar mörg plastnestisbox heima sem ég get vel notað. Við megum ekki sem neytendur láta blekkjast svona auðveldlega, okkur vantar ekki þessa hluti, sleppum því þá að kaupa þá. Við verðum ekkert umhverfisvænni á að eiga hluti sem eru umhverfisvænir þegar við eigum nú þegar vel nýtanlega hluti. Hættum að vera fórnarlömb grænþvottar og hugsum okkur tvisvar um þegar við kaupum, vantar okkur virkilega allt þetta dót og hvar endar það svo þegar við erum búin að nota það? Höfundur er umhverfisaktívisti.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar