Þrjár landsliðskonur á hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. mars 2019 19:45 Hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hefur slegið í gegn því þar eru 25 nemendur að læra allt um hestamennsku í bóklegum og verklegum greinum. Þrír nemendur brautarinnar hafa verið valdir í ungmenna landslið Íslands í hestaíþróttum.Hestabrautin hefur verið starfrækt í nokkur ár með góðum árangri en vinsældir hennar hafa aldrei verið jafn miklar núna. Um þriggja ára nám til stúdentspróf er að ræða. Þegar þessar myndir voru teknar voru nemendur að æfa sig í Ölfushöllinni. „Að sjálfsögðu snýst allt um hesta, að læra meira um hestinn, fóðrun, hirðingu og allt sem snýr að því. Við erum með námið bæði verklegt og bóklegt. Þetta er mjög vinsæl braut og gaman einmitt fyrir þessa hestakrakka að geta farið í skóla og einbeitt sér að því, sem er áhugamál þeirra og lært meira um það“, segir Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir, sem er ein af kennurum brautarinar.Glódís Rún Sigurðardóttir, nemandi á hestabrautinni og landsliðskona.Magnús HlynurÞrír af nemendum brautarinnar, allt stelpur hafa verið valdar í ungmennalandslið Íslands í hestaíþróttum. Þær eru alsælar með brautina. „Jú, þetta er mjög góð braut fyrir þá sem hafa áhuga á hestamennsku og vilja mennta sig meira“, segir Glódís Rún Sigurðardóttir, landsliðskona. Thelma Dögg Tómasdóttir, nemandi á hestabrautinni og landsliðskona.Magnús Hlynur„Mér finnst brautin mjög skemmtileg og mæli eindregið með henni, við eru líka með góða kennara“, segir Thelma Dögg Tómasdóttir, landsliðskona.Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, nemandi á hestabrautinni og landsliðskona.Magnús Hlynur„Mér finnst æðislegt að vera á þessari braut. Við lærum alveg helling og það eru skemmtilegir viðburðir yfir skólaárið. Brautin er fagleg og flott“, segir Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, þriðja landsliðskonan og bætir við. „Það er ótrúlegur mikill heiður að fá að vera í landsliðinu líka, það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Árborg Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hefur slegið í gegn því þar eru 25 nemendur að læra allt um hestamennsku í bóklegum og verklegum greinum. Þrír nemendur brautarinnar hafa verið valdir í ungmenna landslið Íslands í hestaíþróttum.Hestabrautin hefur verið starfrækt í nokkur ár með góðum árangri en vinsældir hennar hafa aldrei verið jafn miklar núna. Um þriggja ára nám til stúdentspróf er að ræða. Þegar þessar myndir voru teknar voru nemendur að æfa sig í Ölfushöllinni. „Að sjálfsögðu snýst allt um hesta, að læra meira um hestinn, fóðrun, hirðingu og allt sem snýr að því. Við erum með námið bæði verklegt og bóklegt. Þetta er mjög vinsæl braut og gaman einmitt fyrir þessa hestakrakka að geta farið í skóla og einbeitt sér að því, sem er áhugamál þeirra og lært meira um það“, segir Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir, sem er ein af kennurum brautarinar.Glódís Rún Sigurðardóttir, nemandi á hestabrautinni og landsliðskona.Magnús HlynurÞrír af nemendum brautarinnar, allt stelpur hafa verið valdar í ungmennalandslið Íslands í hestaíþróttum. Þær eru alsælar með brautina. „Jú, þetta er mjög góð braut fyrir þá sem hafa áhuga á hestamennsku og vilja mennta sig meira“, segir Glódís Rún Sigurðardóttir, landsliðskona. Thelma Dögg Tómasdóttir, nemandi á hestabrautinni og landsliðskona.Magnús Hlynur„Mér finnst brautin mjög skemmtileg og mæli eindregið með henni, við eru líka með góða kennara“, segir Thelma Dögg Tómasdóttir, landsliðskona.Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, nemandi á hestabrautinni og landsliðskona.Magnús Hlynur„Mér finnst æðislegt að vera á þessari braut. Við lærum alveg helling og það eru skemmtilegir viðburðir yfir skólaárið. Brautin er fagleg og flott“, segir Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, þriðja landsliðskonan og bætir við. „Það er ótrúlegur mikill heiður að fá að vera í landsliðinu líka, það eru skemmtilegir tímar framundan.“
Árborg Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira