Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 18:43 Eins og svo oft áður tilkynnti Trump um ákvörðun sína á Twitter. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði dregið til baka nýjar refsiaðgerðir á Norður-Kóreu sem áttu að hafa verið kynntar fyrr í dag. Ekki er ljóst við hvaða aðgerðir forsetinn á en blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji aðgerðirnar ónauðsynlegar vegna þess að honum líki við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst til hvaða refsiaðgerða Trump hafi vísað þegar hann tísti í dag um að hann hefði gefið út skipun um að kalla aðgerðir sem „fjármálaráðuneytið tilkynnti um í dag“. Ráðuneytið greindi frá því að tvö kínversk skipafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreumönnum að komast í kringum viðskiptaþvinganir í gær. Það eru fyrstu nýju aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu eftir leiðtogafund Trump og Kim sem haldinn var í febrúar.It was announced today by the U.S. Treasury that additional large scale Sanctions would be added to those already existing Sanctions on North Korea. I have today ordered the withdrawal of those additional Sanctions!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tísti ánægju sinni með þær aðgerðir í gær og lýsti þeim sem mikilvægum. Skipaiðnaðurinn yrði að gera meira til að stöðva ólöglegar skipaferðir Norður-Kóreumanna.Important actions today from @USTreasury; the maritime industry must do more to stop North Korea's illicit shipping practices. Everyone should take notice and review their own activities to ensure they are not involved in North Korea's sanctions evasion. https://t.co/AVnOPrWbH6— John Bolton (@AmbJohnBolton) March 21, 2019 Sarah Huckabee-Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, tiltók ekki hvaða aðgerðir Trump ætti við. „Trump forseta líkar við Kim formann og hann heldur að þessar refsiaðgerðir verði ekki nauðsynlegar,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði dregið til baka nýjar refsiaðgerðir á Norður-Kóreu sem áttu að hafa verið kynntar fyrr í dag. Ekki er ljóst við hvaða aðgerðir forsetinn á en blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji aðgerðirnar ónauðsynlegar vegna þess að honum líki við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst til hvaða refsiaðgerða Trump hafi vísað þegar hann tísti í dag um að hann hefði gefið út skipun um að kalla aðgerðir sem „fjármálaráðuneytið tilkynnti um í dag“. Ráðuneytið greindi frá því að tvö kínversk skipafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreumönnum að komast í kringum viðskiptaþvinganir í gær. Það eru fyrstu nýju aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu eftir leiðtogafund Trump og Kim sem haldinn var í febrúar.It was announced today by the U.S. Treasury that additional large scale Sanctions would be added to those already existing Sanctions on North Korea. I have today ordered the withdrawal of those additional Sanctions!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tísti ánægju sinni með þær aðgerðir í gær og lýsti þeim sem mikilvægum. Skipaiðnaðurinn yrði að gera meira til að stöðva ólöglegar skipaferðir Norður-Kóreumanna.Important actions today from @USTreasury; the maritime industry must do more to stop North Korea's illicit shipping practices. Everyone should take notice and review their own activities to ensure they are not involved in North Korea's sanctions evasion. https://t.co/AVnOPrWbH6— John Bolton (@AmbJohnBolton) March 21, 2019 Sarah Huckabee-Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, tiltók ekki hvaða aðgerðir Trump ætti við. „Trump forseta líkar við Kim formann og hann heldur að þessar refsiaðgerðir verði ekki nauðsynlegar,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira