Vor í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Reykjavík er leiðandi afl sem stærsta sveitarfélag landsins. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður sem þjónustar alla sem hér búa og fyrirtækin sem hér starfa. Í stórum rekstri getur ýmislegt komið upp á, það má alltaf breyta og bæta. Þess vegna getur samtal og rýni verið til góðs. Það er því gagnlegt að líta yfir stóru verkefnin fram undan.Húsnæðismálin Meirihlutinn vissi frá upphafi kjörtímabils að húsnæðismál og framkvæmdir yrðu stóru verkefnin. Eftir hrun þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir og margt sat á hakanum. Við sem samfélag tókum ákvörðun um að láta fólk og menntun ganga fyrir til að bjarga atvinnustigi og fyrirbyggja ýmsa félagslega erfiðleika sem geta verið fylgikvillar kreppuástands. Það fór aldrei á milli mála að aftur yrði að setja framkvæmdir og uppbyggingu í forgang. Nú þegar rekstur borgarinnar er í jafnvægi gerum við það, húsnæðismál og framkvæmdir eru efst á verkefnalistanum. Á þessu ári setjum við 20 milljarða í framkvæmdir auk þess sem við stóreflum framkvæmdaráð og umsýslu til að tryggja að allt fari vel fram.Þétting byggðar Meirihlutinn hefur lagt áherslu á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í húsnæðisuppbyggingu. Við viljum lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars með Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingunni eru fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Borgarbúar og borgin okkar allra Það sem við tryggjum í þessu meirihlutasamstarfi er að þjónusta við borgarbúa sé í forgrunni. Við ætlum að einfalda kerfið og stytta boðleiðir svo að borgarbúar geti með einfaldari hætti nálgast þjónustu borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á snjallar lausnir og rafræna þjónustu. Við lækkuðum fasteignaskatta á árinu 2018 og skattur á atvinnuhúsnæði verður lækkaður. Umfram allt viljum við að þjónusta borgarinnar taki mið af þörfum hins fjölbreytta hóps notenda. Sem fyrr segir þá getur ýmislegt komið upp á stórum vinnustað. Þá þarf að ganga hreint til verks og leysa málin en þar skorumst við ekki undan. Við erum stöðugt að bæta störf okkar með það markmið að borgarbúar fái betri þjónustu. Verkefnin eru mörg og við höldum ótrauð áfram að vinna borgarbúum í hag.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Sjá meira
Reykjavík er leiðandi afl sem stærsta sveitarfélag landsins. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður sem þjónustar alla sem hér búa og fyrirtækin sem hér starfa. Í stórum rekstri getur ýmislegt komið upp á, það má alltaf breyta og bæta. Þess vegna getur samtal og rýni verið til góðs. Það er því gagnlegt að líta yfir stóru verkefnin fram undan.Húsnæðismálin Meirihlutinn vissi frá upphafi kjörtímabils að húsnæðismál og framkvæmdir yrðu stóru verkefnin. Eftir hrun þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir og margt sat á hakanum. Við sem samfélag tókum ákvörðun um að láta fólk og menntun ganga fyrir til að bjarga atvinnustigi og fyrirbyggja ýmsa félagslega erfiðleika sem geta verið fylgikvillar kreppuástands. Það fór aldrei á milli mála að aftur yrði að setja framkvæmdir og uppbyggingu í forgang. Nú þegar rekstur borgarinnar er í jafnvægi gerum við það, húsnæðismál og framkvæmdir eru efst á verkefnalistanum. Á þessu ári setjum við 20 milljarða í framkvæmdir auk þess sem við stóreflum framkvæmdaráð og umsýslu til að tryggja að allt fari vel fram.Þétting byggðar Meirihlutinn hefur lagt áherslu á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í húsnæðisuppbyggingu. Við viljum lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars með Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingunni eru fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Borgarbúar og borgin okkar allra Það sem við tryggjum í þessu meirihlutasamstarfi er að þjónusta við borgarbúa sé í forgrunni. Við ætlum að einfalda kerfið og stytta boðleiðir svo að borgarbúar geti með einfaldari hætti nálgast þjónustu borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á snjallar lausnir og rafræna þjónustu. Við lækkuðum fasteignaskatta á árinu 2018 og skattur á atvinnuhúsnæði verður lækkaður. Umfram allt viljum við að þjónusta borgarinnar taki mið af þörfum hins fjölbreytta hóps notenda. Sem fyrr segir þá getur ýmislegt komið upp á stórum vinnustað. Þá þarf að ganga hreint til verks og leysa málin en þar skorumst við ekki undan. Við erum stöðugt að bæta störf okkar með það markmið að borgarbúar fái betri þjónustu. Verkefnin eru mörg og við höldum ótrauð áfram að vinna borgarbúum í hag.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borginni.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar