Icelandair leigir tvær Boeing 767-breiðþotur og sú þriðja á leiðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2019 09:51 Flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Vísir/vilhelm Icelandair hefur gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Þá er unnið að því að leigja þriðju vélina og einnig verið að endurskoða flugáætlun félagsins fyrir sumarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en félagið kyrrsetti þrjár Boeing 737 MAX-flugvélar sínar í síðasta mánuði í kjölfar mannskæðs flugslyss í Eþíópíu. Fyrri vélin kemur til Icelandair um miðjan apríl en sú síðari snemma í maí. Um er að ræða 262 sæta flugvélar með tveimur farrýmum og eru vélarnar með afþreyingarkerfi. Þá er félagið að vinna að því að leigja þriðju vélina sem myndi bætast við flotann í sumar. Félagið vinnur jafnframt að endurskoðun flugáætlunar sinnar fyrir sumarið 2019 í kjölfar mikilla breytinga á samkeppnisumhverfinu, sem ætla má að megi rekja til gjaldþrots helsta samkeppnisaðila félagsins, WOW air. „Þegar Boeing 737 MAX vélarnar koma í rekstur þá hefur félagið möguleika á að auka framboð í háönn frá því sem áður var áætlað þar sem ofangreindar breiðþrotur hafa bæst í flotann,“ segir í tilkynningu. Breytingar urðu á flugvélaflota Icelandair nú í mars í kjölfar mannskæðs flugslyss í Eþíópíu, þar sem flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 brotlenti í annað sinn á skömmum tíma. Í ljósi þess ákvað Icelandair að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. 28. mars 2019 12:39 Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Icelandair hefur gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Þá er unnið að því að leigja þriðju vélina og einnig verið að endurskoða flugáætlun félagsins fyrir sumarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en félagið kyrrsetti þrjár Boeing 737 MAX-flugvélar sínar í síðasta mánuði í kjölfar mannskæðs flugslyss í Eþíópíu. Fyrri vélin kemur til Icelandair um miðjan apríl en sú síðari snemma í maí. Um er að ræða 262 sæta flugvélar með tveimur farrýmum og eru vélarnar með afþreyingarkerfi. Þá er félagið að vinna að því að leigja þriðju vélina sem myndi bætast við flotann í sumar. Félagið vinnur jafnframt að endurskoðun flugáætlunar sinnar fyrir sumarið 2019 í kjölfar mikilla breytinga á samkeppnisumhverfinu, sem ætla má að megi rekja til gjaldþrots helsta samkeppnisaðila félagsins, WOW air. „Þegar Boeing 737 MAX vélarnar koma í rekstur þá hefur félagið möguleika á að auka framboð í háönn frá því sem áður var áætlað þar sem ofangreindar breiðþrotur hafa bæst í flotann,“ segir í tilkynningu. Breytingar urðu á flugvélaflota Icelandair nú í mars í kjölfar mannskæðs flugslyss í Eþíópíu, þar sem flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 brotlenti í annað sinn á skömmum tíma. Í ljósi þess ákvað Icelandair að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. 28. mars 2019 12:39 Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28
Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. 28. mars 2019 12:39
Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51