Falleg saga Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Í marsmánuði fórum við sjálfboðaliðar í verkefninu Örninn upp í Vatnaskóg með ungmenni sem misst hafa náinn ástvin. Viku áður höfðum við skrifað forseta Íslands og beðið hann að ávarpa hópinn í upphafi ferðar og hann svarað á þá leið að hann yrði á ferðinni á föstudagskvöldinu og myndi renna við í Skóginum. Þetta kvöld var aftakaveður en það breytti ekki því að á tilsettum tíma lagði forsetabíllinn fyrir utan Gamla skála og út úr hríðarbylnum kom herra Guðni Th. Jóhannesson í opinbera heimsókn. Hann tjáði unga fólkinu að hann hefði hvorki látið veður né nokkuð annað stöðva sig í því að hitta þau þetta kvöld. Það var ógleymanleg stund við arineld þegar forsetinn ræddi við ungmennin. Tár féllu en hjörtun fylltust kjarki og von. Þegar forsetinn gekk út til að halda heim hafði ég dregið orð úr Biblíuöskju og við sendum hann út með hlýjar kveðjur og veganesti úr Markúsarguðspjalli sem hljóðaði svona: Jesús sagði: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Tveimur vikum síðar stóð ég með fermingarhóp við kirkjudyr og var að fara yfir ritningarorðin sem þau höfðu valið sér til að flytja við fermingarathöfnina. Í hópnum var bróðursonur forsetans, Dagur Orri, og þegar ég innti hann eftir sínu versi þá horfði hann beint í augun á mér og mælti: Jesús sagði: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Við myndatöku í lok athafnar sagði ég kirkjugestum af þessari skemmtilegu tilviljun með ritningarorðin þeirra frænda. Kom þá í ljós að eldri bróðir fermingardrengsins, JóiPé sem var við athöfnina, hafði einmitt valið þetta sama ritningarvers fimm árum áður, en sá yngri verið allsendis óvitandi um það. Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í marsmánuði fórum við sjálfboðaliðar í verkefninu Örninn upp í Vatnaskóg með ungmenni sem misst hafa náinn ástvin. Viku áður höfðum við skrifað forseta Íslands og beðið hann að ávarpa hópinn í upphafi ferðar og hann svarað á þá leið að hann yrði á ferðinni á föstudagskvöldinu og myndi renna við í Skóginum. Þetta kvöld var aftakaveður en það breytti ekki því að á tilsettum tíma lagði forsetabíllinn fyrir utan Gamla skála og út úr hríðarbylnum kom herra Guðni Th. Jóhannesson í opinbera heimsókn. Hann tjáði unga fólkinu að hann hefði hvorki látið veður né nokkuð annað stöðva sig í því að hitta þau þetta kvöld. Það var ógleymanleg stund við arineld þegar forsetinn ræddi við ungmennin. Tár féllu en hjörtun fylltust kjarki og von. Þegar forsetinn gekk út til að halda heim hafði ég dregið orð úr Biblíuöskju og við sendum hann út með hlýjar kveðjur og veganesti úr Markúsarguðspjalli sem hljóðaði svona: Jesús sagði: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Tveimur vikum síðar stóð ég með fermingarhóp við kirkjudyr og var að fara yfir ritningarorðin sem þau höfðu valið sér til að flytja við fermingarathöfnina. Í hópnum var bróðursonur forsetans, Dagur Orri, og þegar ég innti hann eftir sínu versi þá horfði hann beint í augun á mér og mælti: Jesús sagði: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Við myndatöku í lok athafnar sagði ég kirkjugestum af þessari skemmtilegu tilviljun með ritningarorðin þeirra frænda. Kom þá í ljós að eldri bróðir fermingardrengsins, JóiPé sem var við athöfnina, hafði einmitt valið þetta sama ritningarvers fimm árum áður, en sá yngri verið allsendis óvitandi um það. Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar