Kyrrsetning flugvélar varpar ljósi á ósanngirni í boði ríkisins Helgi Vífill Júlíusson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki. Nú er svo komið að opinbera hlutafélagið, sem er í reynd ríkisstofnun, neitar að láta flugvél af hendi nema réttmætur eigandi greiði skuld sem hann stofnaði ekki til. Isavia, sem rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kyrrsetti flugvél sem hið gjaldþrota WOW air hafði á leigu. Leigusalinn fær ekki vélina til baka nema hann greiði öll lendingargjöld sem flugfélagið skuldaði flugvellinum. Það eru tæpir tveir milljarðar króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það tíðkist að flugvellir taki veð í flugvélum fyrir ógreiddum lendingargjöldum sem rekja megi til vélanna. Það sé hins vegar fáheyrt að flugvellir taki veð í einstökum flugvélum fyrir öllum skuldum flugfélaga en Heathrow-flugvöllur hafi sama háttinn á. Jafnvel þótt leikreglurnar liggi skýrt fyrir er flugvöllurinn að misnota yfirburði sína. Í öðrum rekstri kemst enginn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leiguíbúð vegna námslána leigutakans. Þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum kröfuhöfum. Fari flugfélag í þrot eru kröfur flugvallar í raun rétthærri en kröfur allra annarra, til dæmis launakröfur starfsmanna flugfélagsins, og því skiptir það flugvöllinn litlu máli þótt flugfélög safni skuldum. Flugvöllurinn hefur í raun hagsmuni af því að leyfa flugfélagi að safna skuldum í þeirri von að því takist að lokum að bjarga rekstrinum. Kröfur flugvallarins eru tryggðar. Setji flugvöllurinn flugfélaginu stólinn fyrir dyrnar kann það að hafa áhrif á fjölda farþega um völlinn. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eftirsóknarvert fyrir leigusala og fjármálastofnanir að eiga viðskipti við flugfélög sem fljúga til Íslands og hlýtur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyrir báru. Það að reka flugvöll er hættuspil jafnvel þótt til staðar séu víðtækar heimildir til kyrrsetningar: 21 flugfélag hefur farið í gjaldþrot á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt samantekt veftímaritsins Skift. Háar fjárhæðir eru bundnar í rekstri Leifsstöðvar og stefnt er að því að fjárfesta ríkulega í vellinum til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Því miður er hann alfarið í eigu ríkisins og því er verið að tefla djarft með fé skattborgara. Eðlilegast væri að selja flugvöllinn og láta fjárfesta bera áhættuna. Reynslan af opinberum framkvæmdum er slæm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki. Nú er svo komið að opinbera hlutafélagið, sem er í reynd ríkisstofnun, neitar að láta flugvél af hendi nema réttmætur eigandi greiði skuld sem hann stofnaði ekki til. Isavia, sem rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kyrrsetti flugvél sem hið gjaldþrota WOW air hafði á leigu. Leigusalinn fær ekki vélina til baka nema hann greiði öll lendingargjöld sem flugfélagið skuldaði flugvellinum. Það eru tæpir tveir milljarðar króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það tíðkist að flugvellir taki veð í flugvélum fyrir ógreiddum lendingargjöldum sem rekja megi til vélanna. Það sé hins vegar fáheyrt að flugvellir taki veð í einstökum flugvélum fyrir öllum skuldum flugfélaga en Heathrow-flugvöllur hafi sama háttinn á. Jafnvel þótt leikreglurnar liggi skýrt fyrir er flugvöllurinn að misnota yfirburði sína. Í öðrum rekstri kemst enginn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leiguíbúð vegna námslána leigutakans. Þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum kröfuhöfum. Fari flugfélag í þrot eru kröfur flugvallar í raun rétthærri en kröfur allra annarra, til dæmis launakröfur starfsmanna flugfélagsins, og því skiptir það flugvöllinn litlu máli þótt flugfélög safni skuldum. Flugvöllurinn hefur í raun hagsmuni af því að leyfa flugfélagi að safna skuldum í þeirri von að því takist að lokum að bjarga rekstrinum. Kröfur flugvallarins eru tryggðar. Setji flugvöllurinn flugfélaginu stólinn fyrir dyrnar kann það að hafa áhrif á fjölda farþega um völlinn. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eftirsóknarvert fyrir leigusala og fjármálastofnanir að eiga viðskipti við flugfélög sem fljúga til Íslands og hlýtur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyrir báru. Það að reka flugvöll er hættuspil jafnvel þótt til staðar séu víðtækar heimildir til kyrrsetningar: 21 flugfélag hefur farið í gjaldþrot á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt samantekt veftímaritsins Skift. Háar fjárhæðir eru bundnar í rekstri Leifsstöðvar og stefnt er að því að fjárfesta ríkulega í vellinum til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Því miður er hann alfarið í eigu ríkisins og því er verið að tefla djarft með fé skattborgara. Eðlilegast væri að selja flugvöllinn og láta fjárfesta bera áhættuna. Reynslan af opinberum framkvæmdum er slæm.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun