Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 10:57 Allison Mack gengur út úr réttarsal ásamt lögmönnum sínum. Getty/Spencer Platt Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. Clare var ásökuð um að hafa notað meira en 100 milljónir dollara til að fjármagna kynlífs-sértrúarsöfnuðinn Nxivm. Hún játaði sig seka í tveimur ákæruliðum, að hafa hjálpað til við að hylja ólöglegan flutning innflytjenda til að hagnast fjárhagslega og að hafa notað persónuupplýsingar óheiðarlega. Hún á þá að hafa fjármagnað kaup á gervi skilríkjum og til að stefna „andstæðingum“ hópsins fyrir dóm. Clare lýsti því yfir í dómssalnum í Brooklyn að hún væri full eftirsjár, en hún er sú fimmta til að játa sig seka í málinu. Aðeins sex einstaklingar hafa verið ákærðir en aðeins sá sem er talinn leiðtogi hópsins, Keith Raniere, á eftir að mæta fyrir dómstóla, sem hann mun gera í maí mánuði. Nxivm, sem fram er borið nexium, var stofnað árið 1998 sem sjálfshjálpar úrræði og hefur það „hjálpað“ meira en 16.000 manns, þ.m.t. leikkonunni Allison Mack, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Smallville, en hún er ein þeirra fimm sem hafa verið ákærðir og játað sig seka í málinu. Húsið sem sértrúarsöfnuðurinn Nxivm á að hafa haft höfuðstöðvar sínar í.Getty/Amy Luke Hvað er Nxivm? Á vefsíðu Nxivm kemur fram að samtökin séu samfélag sem rekið er á mannúðarsjónarmiðum og leitast eftir að valdefla fólk og svara mikilvægum spurningum um það hvað felst í því að vera manneskja. Þrátt fyrir stefnu hópsins hefur leiðtogi hans, Keith Raniere, verið ákærður fyrir að notast við kerfi innan hópsins sem mest líkist þrælahaldi. Á vefsíðunni hefur skráning verið stöðvuð sem og öllum viðburðum hefur verið aflýst, vegna „hinna óvenjulegu atburða sem fyrirtækið er að takast á við að svo stöddu.“ Saksóknarar í málinu hafa lýst starfsemi hópsins við pýramídaáætlun, en meðlimir hans þurftu að borga þúsundir Bandaríkjadala til að sækja námskeið sem gerði þeim kleift að verða valdameiri í hópnum. Þá eiga kvenkyns meðlimir hópsins að hafa verið brennimerktar með upphafsstöfum Keiths og til að fylgja kerfinu, að sofa hjá honum. Bandaríkin Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Hollywood Tengdar fréttir Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. Clare var ásökuð um að hafa notað meira en 100 milljónir dollara til að fjármagna kynlífs-sértrúarsöfnuðinn Nxivm. Hún játaði sig seka í tveimur ákæruliðum, að hafa hjálpað til við að hylja ólöglegan flutning innflytjenda til að hagnast fjárhagslega og að hafa notað persónuupplýsingar óheiðarlega. Hún á þá að hafa fjármagnað kaup á gervi skilríkjum og til að stefna „andstæðingum“ hópsins fyrir dóm. Clare lýsti því yfir í dómssalnum í Brooklyn að hún væri full eftirsjár, en hún er sú fimmta til að játa sig seka í málinu. Aðeins sex einstaklingar hafa verið ákærðir en aðeins sá sem er talinn leiðtogi hópsins, Keith Raniere, á eftir að mæta fyrir dómstóla, sem hann mun gera í maí mánuði. Nxivm, sem fram er borið nexium, var stofnað árið 1998 sem sjálfshjálpar úrræði og hefur það „hjálpað“ meira en 16.000 manns, þ.m.t. leikkonunni Allison Mack, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Smallville, en hún er ein þeirra fimm sem hafa verið ákærðir og játað sig seka í málinu. Húsið sem sértrúarsöfnuðurinn Nxivm á að hafa haft höfuðstöðvar sínar í.Getty/Amy Luke Hvað er Nxivm? Á vefsíðu Nxivm kemur fram að samtökin séu samfélag sem rekið er á mannúðarsjónarmiðum og leitast eftir að valdefla fólk og svara mikilvægum spurningum um það hvað felst í því að vera manneskja. Þrátt fyrir stefnu hópsins hefur leiðtogi hans, Keith Raniere, verið ákærður fyrir að notast við kerfi innan hópsins sem mest líkist þrælahaldi. Á vefsíðunni hefur skráning verið stöðvuð sem og öllum viðburðum hefur verið aflýst, vegna „hinna óvenjulegu atburða sem fyrirtækið er að takast á við að svo stöddu.“ Saksóknarar í málinu hafa lýst starfsemi hópsins við pýramídaáætlun, en meðlimir hans þurftu að borga þúsundir Bandaríkjadala til að sækja námskeið sem gerði þeim kleift að verða valdameiri í hópnum. Þá eiga kvenkyns meðlimir hópsins að hafa verið brennimerktar með upphafsstöfum Keiths og til að fylgja kerfinu, að sofa hjá honum.
Bandaríkin Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Hollywood Tengdar fréttir Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18