Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 13:10 Mnuchin fjármálaráðherra reynir nú að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing komist yfir skattskýrslur Trump forseta. Vísir/EPA Nær öruggt þykir að deilur bandarískra þingnefnda og ríkisstjórnar Donalds Trump um skattskýrslur forsetans fari fyrir dómstóla eftir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni nefndanna um skýrslunnar þrátt fyrir stefnur þess efnis. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningum í nóvember hafa þeir beitt formennsku sinni í þingnefndum til þess að rannsaka Trump og veita ríkisstjórn hans aðhald. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar krafðist þess þannig að fá skattskýrslur Trump afhentar og vísaði til laga sem veita henni heimild til þess. Forsetinn hefur aldrei viljað opinbera þær þrátt fyrir áratugalanga hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur geri það. Demókratar hafa sagt að þeir þurfi að fá skattskýrslurnar til þess að þingnefndin geti uppfyllt eftirlitshlutverk sitt. Mnuchin tilkynnti nefndinni í gær að hann ætlaði ekki að afhenda henni skattskýrslurnar, að sögn Washington Post. Mat hans og dómsmálaráðuneytisins að það væri ekki löglegt og vísaði til persónuverndarsjónarmiða. Fullyrti hann að krafa þingnefndarinnar yrði að „þjóna lögmætum þinglegum tilgangi“ og að það gerði beiðni demókrata ekki. Þetta eru sömu rök og málsvarar forsetans hafa haldið á lofti og notað til að hafna kröfum þingsins um gögn, upplýsingar og vitnisburð um ýmis mál undanfarið. Nýlega höfðaði forsetinn, fjölskylda hans og fyrirtæki mál til að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir afhentu þinginu gögn sem þeim hafði verið stefnt til að afhenda. Demókratar sem mynda meirihluta í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar ætla að greiða atkvæði í dag um hvort hún telji William Barr hafa sýnt Bandaríkjaþingi beina óvirðingu með því að neita að verða við stefnu hennar um að fá rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, afhenta óritskoðaða í heild sinni.Trump hefur barist gegn því með ráðum og dáð að upplýsingar um fjárhag hans verði opinberar.Vísir/APGætu tafið afhendingu í mánuði eða ár Lögspekingar segja að málatilbúnaður Trump og ríkisstjórnar hans byggist á veikum grunni og að það væri fordæmalaust ef Mnuchin hafnaði þingnefndinni um skattskýrslurnar. Kveðið hefur verið á um rétt þingnefndarinnar til að kalla eftir skattskýrslum í lögum allt frá 1923. Engir fyrirvarar eru um hvað nefndinni gengur til með slíkum kröfum í lögunum. Höfnunin gæti þó dugað til að draga málin á langinn fyrir dómstólum og koma þannig í veg fyrir að demókratar komist yfir mögulega skaðlegar upplýsingar um forsetann og ríkisstjórn hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Mnuchin skýrði ekki frekar rökstuðningi dómsmálaráðuneytisins en sagði að það myndi brátt birta nánari skýringar. AP-fréttastofan segir að demókratar gætu næst reynt að stefna skattstofu Bandaríkjanna (IRS) um skýrslur forsetans eða höfða mál fyrir dómstólum. Trump hefur þráast við að birta skattskýrslur sínar allt frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Í fyrstu færði hann þau rök fyrir því að skattayfirvöld væru að endurskoða skýrslurnar og því gæti hann ekki opinberað þær. IRS sagði að endurskoðunin væri engin fyrirstaða fyrir því að frambjóðandinn birti skýrslurnar. Á endanum birti Trump skýrslurnar aldrei. Öfugt við fyrri forseta sleit Trump heldur ekki á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra forsetans vegna viðskipta erlendra ríkja við hótel og klúbba í hans eigu. Ómögulegt hefur verið að svara þeim spurningum vegna leyndarinnar sem ríkir um fjármál forsetans. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata hafa meðal annars höfðað mál á þeim forsendum að Trump brjóti gegn ákvæði stjórnarskrár sem bannar forseta að þiggja gjafir frá erlendum ríkjum með því að hagnast á viðskiptum þeirra við fyrirtæki hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01 Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Nær öruggt þykir að deilur bandarískra þingnefnda og ríkisstjórnar Donalds Trump um skattskýrslur forsetans fari fyrir dómstóla eftir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni nefndanna um skýrslunnar þrátt fyrir stefnur þess efnis. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningum í nóvember hafa þeir beitt formennsku sinni í þingnefndum til þess að rannsaka Trump og veita ríkisstjórn hans aðhald. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar krafðist þess þannig að fá skattskýrslur Trump afhentar og vísaði til laga sem veita henni heimild til þess. Forsetinn hefur aldrei viljað opinbera þær þrátt fyrir áratugalanga hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur geri það. Demókratar hafa sagt að þeir þurfi að fá skattskýrslurnar til þess að þingnefndin geti uppfyllt eftirlitshlutverk sitt. Mnuchin tilkynnti nefndinni í gær að hann ætlaði ekki að afhenda henni skattskýrslurnar, að sögn Washington Post. Mat hans og dómsmálaráðuneytisins að það væri ekki löglegt og vísaði til persónuverndarsjónarmiða. Fullyrti hann að krafa þingnefndarinnar yrði að „þjóna lögmætum þinglegum tilgangi“ og að það gerði beiðni demókrata ekki. Þetta eru sömu rök og málsvarar forsetans hafa haldið á lofti og notað til að hafna kröfum þingsins um gögn, upplýsingar og vitnisburð um ýmis mál undanfarið. Nýlega höfðaði forsetinn, fjölskylda hans og fyrirtæki mál til að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir afhentu þinginu gögn sem þeim hafði verið stefnt til að afhenda. Demókratar sem mynda meirihluta í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar ætla að greiða atkvæði í dag um hvort hún telji William Barr hafa sýnt Bandaríkjaþingi beina óvirðingu með því að neita að verða við stefnu hennar um að fá rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, afhenta óritskoðaða í heild sinni.Trump hefur barist gegn því með ráðum og dáð að upplýsingar um fjárhag hans verði opinberar.Vísir/APGætu tafið afhendingu í mánuði eða ár Lögspekingar segja að málatilbúnaður Trump og ríkisstjórnar hans byggist á veikum grunni og að það væri fordæmalaust ef Mnuchin hafnaði þingnefndinni um skattskýrslurnar. Kveðið hefur verið á um rétt þingnefndarinnar til að kalla eftir skattskýrslum í lögum allt frá 1923. Engir fyrirvarar eru um hvað nefndinni gengur til með slíkum kröfum í lögunum. Höfnunin gæti þó dugað til að draga málin á langinn fyrir dómstólum og koma þannig í veg fyrir að demókratar komist yfir mögulega skaðlegar upplýsingar um forsetann og ríkisstjórn hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Mnuchin skýrði ekki frekar rökstuðningi dómsmálaráðuneytisins en sagði að það myndi brátt birta nánari skýringar. AP-fréttastofan segir að demókratar gætu næst reynt að stefna skattstofu Bandaríkjanna (IRS) um skýrslur forsetans eða höfða mál fyrir dómstólum. Trump hefur þráast við að birta skattskýrslur sínar allt frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Í fyrstu færði hann þau rök fyrir því að skattayfirvöld væru að endurskoða skýrslurnar og því gæti hann ekki opinberað þær. IRS sagði að endurskoðunin væri engin fyrirstaða fyrir því að frambjóðandinn birti skýrslurnar. Á endanum birti Trump skýrslurnar aldrei. Öfugt við fyrri forseta sleit Trump heldur ekki á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra forsetans vegna viðskipta erlendra ríkja við hótel og klúbba í hans eigu. Ómögulegt hefur verið að svara þeim spurningum vegna leyndarinnar sem ríkir um fjármál forsetans. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata hafa meðal annars höfðað mál á þeim forsendum að Trump brjóti gegn ákvæði stjórnarskrár sem bannar forseta að þiggja gjafir frá erlendum ríkjum með því að hagnast á viðskiptum þeirra við fyrirtæki hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01 Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01
Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47
Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44
Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00