Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 12:01 Loftmynd af einum hinna meintu fangabúða. Planet Labs Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. Bandaríkin Kína Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla.
Bandaríkin Kína Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira