Góður tími til að nýta sér gervigreind 1. maí 2019 11:00 Helgi Svanur segir að útlit sé fyrir að markaðir með gervigreind muni velta 15 þúsund milljörðum dollara árið 2030. Heimshagkerfið veltir nú 80 þúsund milljörðum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari SVIPMYND Helgi Svanur Haraldsson var nýlega ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. Hann segir að leiðtogar í viðskiptalífinu þurfi að bera kennsl á þau tækifæri sem felast í framþróun gervigreindar.Hvað felst í nýja starfinu? Hlutverk mitt er að standa að uppbyggingu teymis sem fléttar saman hefðbundna gagnavinnslu og viðskiptagreind. Okkar sérstaða verður að miklu leyti í arkitektúr gagna, gervigreind, spjallbottum og sjálfvirknivæðingu. Markmið okkar er að aðstoða íslensk fyrirtæki við að grípa tækifærin sem felast í gervigreind. Samkvæmt McKinsey er útlit fyrir að markaðir með gervigreind muni velta um 15 þúsund milljörðum dollara árið 2030. Til samanburðar má nefna að núverandi heimshagkerfi veltir um 80 þúsund milljörðum dollara. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum munu þurfa tæknilega fær teymi með straumlínulagaða ferla til að ná raunverulegu forskoti. Við erum að rannsaka og setja saman slíkt teymi hjá Advania og höfum einmitt í því skyni nýlega ráðið fjóra mjög færa einstaklinga til viðbótar.Hvernig er Ísland statt þegar kemur að gervigreind? Á undanförnum tveimur árum hefur gervigreind orðið aðgengileg og gagnleg tækni fyrir aðra en stórfyrirtæki í Bandaríkjunum. Nú er því góður tími til að nýta sér tæknina sem hefur þroskast nægjanlega fyrir verkefni nútímans. Íslensk fyrirtæki geta sannarlega tileinkað sér tæknina og ég held að í ár verði stigin stór skref í þá átt.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna við að ljósin kvikna í íbúðinni. Fjölskyldan fær sér svo eitthvað gott að borða saman en Lana er mjög metnaðarfull í að undirbúa mat. Svo veltur það á veðri eða hvort ég þurfi að mæta í jakkafötum, hvort ég fer hjólandi í vinnuna.Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef mikinn áhuga á starfi mínu við gervigreind og þá sérstaklega vísindunum við ákvörðunartöku. Ég sé fyrir mér byltingar á þessu sviði. Við getum til dæmis verið mjög góð í litlum hópum og ágæt að vinna verk eftir hefðbundnum fyrirtækjastrúktúr en frekar léleg að taka stærri ákvarðanir. Ný tækni á þessu sviði felst í því að besta gagnsæi, traust, gæði og hraða ákvörðunum. Eitt jákvætt sem hefur komið út úr umræðum um Brexit og Trump er að hinn almenni borgari er orðinn meðvitaður um að það megi kannski bæta kosningakerfið. Það var ekki hægt aða tala um það fyrir 10 árum.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Homo Deus eftir Yuval Harari sem er frábær. Ég tengi við mikið af því sem hann segir. Svo er ég kominn hálfa leið með The Secret Barrister eftir Jack Hawkins sem fjallar um breska réttarkerfið. Bæði umfjöllunarefnið og tungumálið sem hann notar er mjög áhugavert.Geturðu nefnt dæmi um ábatann sem felst í gervigreindarvæðingu? Gervigreind og aukin sjálfvirknivæðing fela í sér tækifæri til þess að einfalda skölun fyrirtækja, auka gæði og lækka útgjöld við viðhald ferla og upplýsingakerfa. Samhliða því fæst aukið samkeppnisforskot fyrir fyrirtæki eftir því sem markaðir taka breytingum. Leiðtogar í viðskiptalífinu þurfa að bera kennsl á þessi tækifæri og gervigreindarteymið hjá Advania er reiðubúið til þess að aðstoða við það.Hvaða áskoranir fylgja gervigreindarvæðingu? Ekki vera of svifaseinn. Í grunninn er þetta lærdómsferli og á meðan á því stendur rekst maður á veggi og gerir tímafrek mistök. Það getur svo líka tekið tíma að fá alla innan fyrirtækisins til að vinna saman eftir nýju verklagi. Það er ósennilegt að þú komist langt á ráðgjöf frá einstaklingum sem hafa ekki réttu sérfræðikunnáttuna. Núorðið haldast tækni og viðskiptaáætlanir í hendur í síauknum mæli. Það er lykilatriði að æðstu stjórnendur hafi góða yfirsýn og geti samhæft vinnubrögð þar sem strategískar ákvarðanir eiga að hafa áhrif á arðsemi. Þessu þarf svo auðvitað líka að fylgja vilji til þess að yfirstíga þær hindranir sem kunna að standa í vegi fyrir því að hægt sé að umbreyta rekstrinum þannig að hann skili betri arði. Nám: Master in Mathematics, University of Warwick, 2007 Störf: Leiðir þjónustu Advania á sviði gervigreindar. Fjölskylduhagir: Giftur Lana JuneYue Lou. Saman eigum við hinn síbrosandi Stefán sem er 11 mánaða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gervigreindarmógúll frá KPMG til Advania Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. 9. apríl 2019 13:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
SVIPMYND Helgi Svanur Haraldsson var nýlega ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. Hann segir að leiðtogar í viðskiptalífinu þurfi að bera kennsl á þau tækifæri sem felast í framþróun gervigreindar.Hvað felst í nýja starfinu? Hlutverk mitt er að standa að uppbyggingu teymis sem fléttar saman hefðbundna gagnavinnslu og viðskiptagreind. Okkar sérstaða verður að miklu leyti í arkitektúr gagna, gervigreind, spjallbottum og sjálfvirknivæðingu. Markmið okkar er að aðstoða íslensk fyrirtæki við að grípa tækifærin sem felast í gervigreind. Samkvæmt McKinsey er útlit fyrir að markaðir með gervigreind muni velta um 15 þúsund milljörðum dollara árið 2030. Til samanburðar má nefna að núverandi heimshagkerfi veltir um 80 þúsund milljörðum dollara. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum munu þurfa tæknilega fær teymi með straumlínulagaða ferla til að ná raunverulegu forskoti. Við erum að rannsaka og setja saman slíkt teymi hjá Advania og höfum einmitt í því skyni nýlega ráðið fjóra mjög færa einstaklinga til viðbótar.Hvernig er Ísland statt þegar kemur að gervigreind? Á undanförnum tveimur árum hefur gervigreind orðið aðgengileg og gagnleg tækni fyrir aðra en stórfyrirtæki í Bandaríkjunum. Nú er því góður tími til að nýta sér tæknina sem hefur þroskast nægjanlega fyrir verkefni nútímans. Íslensk fyrirtæki geta sannarlega tileinkað sér tæknina og ég held að í ár verði stigin stór skref í þá átt.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna við að ljósin kvikna í íbúðinni. Fjölskyldan fær sér svo eitthvað gott að borða saman en Lana er mjög metnaðarfull í að undirbúa mat. Svo veltur það á veðri eða hvort ég þurfi að mæta í jakkafötum, hvort ég fer hjólandi í vinnuna.Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef mikinn áhuga á starfi mínu við gervigreind og þá sérstaklega vísindunum við ákvörðunartöku. Ég sé fyrir mér byltingar á þessu sviði. Við getum til dæmis verið mjög góð í litlum hópum og ágæt að vinna verk eftir hefðbundnum fyrirtækjastrúktúr en frekar léleg að taka stærri ákvarðanir. Ný tækni á þessu sviði felst í því að besta gagnsæi, traust, gæði og hraða ákvörðunum. Eitt jákvætt sem hefur komið út úr umræðum um Brexit og Trump er að hinn almenni borgari er orðinn meðvitaður um að það megi kannski bæta kosningakerfið. Það var ekki hægt aða tala um það fyrir 10 árum.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Homo Deus eftir Yuval Harari sem er frábær. Ég tengi við mikið af því sem hann segir. Svo er ég kominn hálfa leið með The Secret Barrister eftir Jack Hawkins sem fjallar um breska réttarkerfið. Bæði umfjöllunarefnið og tungumálið sem hann notar er mjög áhugavert.Geturðu nefnt dæmi um ábatann sem felst í gervigreindarvæðingu? Gervigreind og aukin sjálfvirknivæðing fela í sér tækifæri til þess að einfalda skölun fyrirtækja, auka gæði og lækka útgjöld við viðhald ferla og upplýsingakerfa. Samhliða því fæst aukið samkeppnisforskot fyrir fyrirtæki eftir því sem markaðir taka breytingum. Leiðtogar í viðskiptalífinu þurfa að bera kennsl á þessi tækifæri og gervigreindarteymið hjá Advania er reiðubúið til þess að aðstoða við það.Hvaða áskoranir fylgja gervigreindarvæðingu? Ekki vera of svifaseinn. Í grunninn er þetta lærdómsferli og á meðan á því stendur rekst maður á veggi og gerir tímafrek mistök. Það getur svo líka tekið tíma að fá alla innan fyrirtækisins til að vinna saman eftir nýju verklagi. Það er ósennilegt að þú komist langt á ráðgjöf frá einstaklingum sem hafa ekki réttu sérfræðikunnáttuna. Núorðið haldast tækni og viðskiptaáætlanir í hendur í síauknum mæli. Það er lykilatriði að æðstu stjórnendur hafi góða yfirsýn og geti samhæft vinnubrögð þar sem strategískar ákvarðanir eiga að hafa áhrif á arðsemi. Þessu þarf svo auðvitað líka að fylgja vilji til þess að yfirstíga þær hindranir sem kunna að standa í vegi fyrir því að hægt sé að umbreyta rekstrinum þannig að hann skili betri arði. Nám: Master in Mathematics, University of Warwick, 2007 Störf: Leiðir þjónustu Advania á sviði gervigreindar. Fjölskylduhagir: Giftur Lana JuneYue Lou. Saman eigum við hinn síbrosandi Stefán sem er 11 mánaða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gervigreindarmógúll frá KPMG til Advania Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. 9. apríl 2019 13:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gervigreindarmógúll frá KPMG til Advania Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. 9. apríl 2019 13:45