Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 15. maí 2019 07:45 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða. fréttablaðið/Daníel Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira