Sætir sigrar Ingimar Einarsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Um áratugaskeið voru heilbrigðismál nánast utan hinnar stjórnmálalegu umræðu í þjóðfélaginu. Ráðuneyti heilbrigðismála var ekki stofnað fyrr en árið 1970 og stjórnsýsluleg ábyrgð málaflokksins var áður á hendi dómsmála-, félagsmála- og ekki síst fjármálaráðuneytis. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar beitti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) sér fyrir stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðismálum meðal aðildarríkja sinna. Flestar þjóðir Evrópu höfðu á þessum tíma sett sér sérstakar landsáætlanir í því skyni að uppfylla þau 38 heilbrigðismarkmið sem sett voru í Evrópu árið 1984 í samræmi við stefnumótunina „Health for All“ til ársins 2000 og Alma Ata yfirlýsinguna frá árinu 1978. Í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar var samþykkt heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 og fylgdi hún í stórum dráttum Evrópuáætlun WHO (Health21) en jafnframt voru skilgreind séríslensk markmið fyrir Ísland og tölulegir mælikvarðar. Í heilbrigðisáætluninni voru þannig sett fram mælanleg forgangsmarkmið, m.a. á sviði áfengis-, fíkniefna- og tóbaksvarna, slysavarna, krabbameinsvarna, geðverndar og hjarta- og heilsuverndar. Við lok fyrsta áratugar aldarinnar var ráðist í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og varðandi Ísland var ætlunin að hún myndi leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Við þá áætlanagerð var heilbrigðisáætlun Evrópuskrifstofu WHO einkum höfð til hliðsjónar. Árið 2012 samþykktu svo aðildarríki WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Í upphafi þessa árs lagði heilbrigðisráðherra fram þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Var þar lögð áhersla á að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og þá þjónustu sem veitt er og þörf á að veita. Þessi stefnumótun er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar snýr þriðja markmiðið af 17 að heilsu og vellíðan allra aldurshópa, frá vöggu til grafar. Þannig gæti markvissari heilbrigðis- og velferðarstefna orðið lykillinn að bjartari framtíð í heilbrigðismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingimar Einarsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið voru heilbrigðismál nánast utan hinnar stjórnmálalegu umræðu í þjóðfélaginu. Ráðuneyti heilbrigðismála var ekki stofnað fyrr en árið 1970 og stjórnsýsluleg ábyrgð málaflokksins var áður á hendi dómsmála-, félagsmála- og ekki síst fjármálaráðuneytis. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar beitti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) sér fyrir stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðismálum meðal aðildarríkja sinna. Flestar þjóðir Evrópu höfðu á þessum tíma sett sér sérstakar landsáætlanir í því skyni að uppfylla þau 38 heilbrigðismarkmið sem sett voru í Evrópu árið 1984 í samræmi við stefnumótunina „Health for All“ til ársins 2000 og Alma Ata yfirlýsinguna frá árinu 1978. Í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar var samþykkt heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 og fylgdi hún í stórum dráttum Evrópuáætlun WHO (Health21) en jafnframt voru skilgreind séríslensk markmið fyrir Ísland og tölulegir mælikvarðar. Í heilbrigðisáætluninni voru þannig sett fram mælanleg forgangsmarkmið, m.a. á sviði áfengis-, fíkniefna- og tóbaksvarna, slysavarna, krabbameinsvarna, geðverndar og hjarta- og heilsuverndar. Við lok fyrsta áratugar aldarinnar var ráðist í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og varðandi Ísland var ætlunin að hún myndi leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Við þá áætlanagerð var heilbrigðisáætlun Evrópuskrifstofu WHO einkum höfð til hliðsjónar. Árið 2012 samþykktu svo aðildarríki WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Í upphafi þessa árs lagði heilbrigðisráðherra fram þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Var þar lögð áhersla á að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og þá þjónustu sem veitt er og þörf á að veita. Þessi stefnumótun er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar snýr þriðja markmiðið af 17 að heilsu og vellíðan allra aldurshópa, frá vöggu til grafar. Þannig gæti markvissari heilbrigðis- og velferðarstefna orðið lykillinn að bjartari framtíð í heilbrigðismálum.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar