Skattar á reiknaða lottóvinninga Helgi Tómasson skrifar 28. maí 2019 06:30 Ég hef fengið álagningarseðil fyrir fasteignagjöld ársins 2019. Gjöldin hækka umfram verðbólgu tíunda árið í röð en þjónusta sveitarfélagsins við fasteign mína er óbreytt. Töfraformúla sveitarfélaganna reiknar mér aukinn auð og rýrir ráðstöfunartekjur mínar með skattahækkun. Ég þarf að borga skatt af lottóvinningi sem ég ekki fékk. Þessu til viðbótar þarf ég að fjármagna skattgreiðslur af reiknuðum lottóvinningum annarra fasteignaeigenda sem engan vinning fengu heldur. Ég þarf að borga hækkaðan fasteignaskatt kaupmannsins á horninu sem verður að velta honum á viðskiptavinina. Það verður viðskiptabanki minn og öll önnur fyrirtæki sem ég á viðskipti við líka að gera. Sumir halda að einhverjir aðrir borgi skatta fyrirtækja, en staðreyndin er að fyrirtækin verða að sækja allt sitt til viðskiptavina sinna. Leigusalar verða að hækka húsaleigu þegar fasteignaskattur hækkar og leigjendur að borga. Allir sem nota húsnæði borga fasteignaskatt, eigendur og leigjendur. Ég borga líka bankaskattinn, hátekjuskatt stjórnenda, innviðagjöld, bráðum kannski veggjöld og marga svipaða skatta. Þessir skattar eru ekkert tengdir tekjum. Þeir eru hærra hlutfall af tekjum lágtekjufólks en hátekjufólks. Skatta verður að borga með tekjum. Allir þessir skattar krefjast innheimtukerfis og fjölda sérfræðinga sem reikna út og innheimta skattana. Þessi flækja er fokdýr fyrir samfélagið. Formaður Sambands sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, orðaði þetta svo í Morgunblaðinu 19. desember 2018: „... fasteignaskatturinn er snúinn tekjustofn sem sveitarfélögin ráða engu um ... og byggist á flóknum reiknireglum ...“ Það þarf herdeildir iðinna opinberra starfsmanna til að framkvæma þessar flóknu skattareglur. Ófyrirsjáanlegar stökkbreytingar skatta eru hvorki hinu opinbera né skattgreiðendum til góðs. Áætlanagerð verður flóknari og óvissari hjá öllum. Áætlað eignaverð er vondur skattstofn. Flest ríki Evrópusambandsins hafa sem betur fer afnumið eignaskatta. Draugar fortíðar, eins og fasteignagjöld, háð áætluðu verðmæti, eru þó sums staðar enn við lýði, en lúta víðast takmörkunum, en fullyrða má að hvergi tíðkist að þeir leiki lausum hala eins og á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ég hef fengið álagningarseðil fyrir fasteignagjöld ársins 2019. Gjöldin hækka umfram verðbólgu tíunda árið í röð en þjónusta sveitarfélagsins við fasteign mína er óbreytt. Töfraformúla sveitarfélaganna reiknar mér aukinn auð og rýrir ráðstöfunartekjur mínar með skattahækkun. Ég þarf að borga skatt af lottóvinningi sem ég ekki fékk. Þessu til viðbótar þarf ég að fjármagna skattgreiðslur af reiknuðum lottóvinningum annarra fasteignaeigenda sem engan vinning fengu heldur. Ég þarf að borga hækkaðan fasteignaskatt kaupmannsins á horninu sem verður að velta honum á viðskiptavinina. Það verður viðskiptabanki minn og öll önnur fyrirtæki sem ég á viðskipti við líka að gera. Sumir halda að einhverjir aðrir borgi skatta fyrirtækja, en staðreyndin er að fyrirtækin verða að sækja allt sitt til viðskiptavina sinna. Leigusalar verða að hækka húsaleigu þegar fasteignaskattur hækkar og leigjendur að borga. Allir sem nota húsnæði borga fasteignaskatt, eigendur og leigjendur. Ég borga líka bankaskattinn, hátekjuskatt stjórnenda, innviðagjöld, bráðum kannski veggjöld og marga svipaða skatta. Þessir skattar eru ekkert tengdir tekjum. Þeir eru hærra hlutfall af tekjum lágtekjufólks en hátekjufólks. Skatta verður að borga með tekjum. Allir þessir skattar krefjast innheimtukerfis og fjölda sérfræðinga sem reikna út og innheimta skattana. Þessi flækja er fokdýr fyrir samfélagið. Formaður Sambands sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, orðaði þetta svo í Morgunblaðinu 19. desember 2018: „... fasteignaskatturinn er snúinn tekjustofn sem sveitarfélögin ráða engu um ... og byggist á flóknum reiknireglum ...“ Það þarf herdeildir iðinna opinberra starfsmanna til að framkvæma þessar flóknu skattareglur. Ófyrirsjáanlegar stökkbreytingar skatta eru hvorki hinu opinbera né skattgreiðendum til góðs. Áætlanagerð verður flóknari og óvissari hjá öllum. Áætlað eignaverð er vondur skattstofn. Flest ríki Evrópusambandsins hafa sem betur fer afnumið eignaskatta. Draugar fortíðar, eins og fasteignagjöld, háð áætluðu verðmæti, eru þó sums staðar enn við lýði, en lúta víðast takmörkunum, en fullyrða má að hvergi tíðkist að þeir leiki lausum hala eins og á Íslandi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun