Skattar á reiknaða lottóvinninga Helgi Tómasson skrifar 28. maí 2019 06:30 Ég hef fengið álagningarseðil fyrir fasteignagjöld ársins 2019. Gjöldin hækka umfram verðbólgu tíunda árið í röð en þjónusta sveitarfélagsins við fasteign mína er óbreytt. Töfraformúla sveitarfélaganna reiknar mér aukinn auð og rýrir ráðstöfunartekjur mínar með skattahækkun. Ég þarf að borga skatt af lottóvinningi sem ég ekki fékk. Þessu til viðbótar þarf ég að fjármagna skattgreiðslur af reiknuðum lottóvinningum annarra fasteignaeigenda sem engan vinning fengu heldur. Ég þarf að borga hækkaðan fasteignaskatt kaupmannsins á horninu sem verður að velta honum á viðskiptavinina. Það verður viðskiptabanki minn og öll önnur fyrirtæki sem ég á viðskipti við líka að gera. Sumir halda að einhverjir aðrir borgi skatta fyrirtækja, en staðreyndin er að fyrirtækin verða að sækja allt sitt til viðskiptavina sinna. Leigusalar verða að hækka húsaleigu þegar fasteignaskattur hækkar og leigjendur að borga. Allir sem nota húsnæði borga fasteignaskatt, eigendur og leigjendur. Ég borga líka bankaskattinn, hátekjuskatt stjórnenda, innviðagjöld, bráðum kannski veggjöld og marga svipaða skatta. Þessir skattar eru ekkert tengdir tekjum. Þeir eru hærra hlutfall af tekjum lágtekjufólks en hátekjufólks. Skatta verður að borga með tekjum. Allir þessir skattar krefjast innheimtukerfis og fjölda sérfræðinga sem reikna út og innheimta skattana. Þessi flækja er fokdýr fyrir samfélagið. Formaður Sambands sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, orðaði þetta svo í Morgunblaðinu 19. desember 2018: „... fasteignaskatturinn er snúinn tekjustofn sem sveitarfélögin ráða engu um ... og byggist á flóknum reiknireglum ...“ Það þarf herdeildir iðinna opinberra starfsmanna til að framkvæma þessar flóknu skattareglur. Ófyrirsjáanlegar stökkbreytingar skatta eru hvorki hinu opinbera né skattgreiðendum til góðs. Áætlanagerð verður flóknari og óvissari hjá öllum. Áætlað eignaverð er vondur skattstofn. Flest ríki Evrópusambandsins hafa sem betur fer afnumið eignaskatta. Draugar fortíðar, eins og fasteignagjöld, háð áætluðu verðmæti, eru þó sums staðar enn við lýði, en lúta víðast takmörkunum, en fullyrða má að hvergi tíðkist að þeir leiki lausum hala eins og á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fengið álagningarseðil fyrir fasteignagjöld ársins 2019. Gjöldin hækka umfram verðbólgu tíunda árið í röð en þjónusta sveitarfélagsins við fasteign mína er óbreytt. Töfraformúla sveitarfélaganna reiknar mér aukinn auð og rýrir ráðstöfunartekjur mínar með skattahækkun. Ég þarf að borga skatt af lottóvinningi sem ég ekki fékk. Þessu til viðbótar þarf ég að fjármagna skattgreiðslur af reiknuðum lottóvinningum annarra fasteignaeigenda sem engan vinning fengu heldur. Ég þarf að borga hækkaðan fasteignaskatt kaupmannsins á horninu sem verður að velta honum á viðskiptavinina. Það verður viðskiptabanki minn og öll önnur fyrirtæki sem ég á viðskipti við líka að gera. Sumir halda að einhverjir aðrir borgi skatta fyrirtækja, en staðreyndin er að fyrirtækin verða að sækja allt sitt til viðskiptavina sinna. Leigusalar verða að hækka húsaleigu þegar fasteignaskattur hækkar og leigjendur að borga. Allir sem nota húsnæði borga fasteignaskatt, eigendur og leigjendur. Ég borga líka bankaskattinn, hátekjuskatt stjórnenda, innviðagjöld, bráðum kannski veggjöld og marga svipaða skatta. Þessir skattar eru ekkert tengdir tekjum. Þeir eru hærra hlutfall af tekjum lágtekjufólks en hátekjufólks. Skatta verður að borga með tekjum. Allir þessir skattar krefjast innheimtukerfis og fjölda sérfræðinga sem reikna út og innheimta skattana. Þessi flækja er fokdýr fyrir samfélagið. Formaður Sambands sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, orðaði þetta svo í Morgunblaðinu 19. desember 2018: „... fasteignaskatturinn er snúinn tekjustofn sem sveitarfélögin ráða engu um ... og byggist á flóknum reiknireglum ...“ Það þarf herdeildir iðinna opinberra starfsmanna til að framkvæma þessar flóknu skattareglur. Ófyrirsjáanlegar stökkbreytingar skatta eru hvorki hinu opinbera né skattgreiðendum til góðs. Áætlanagerð verður flóknari og óvissari hjá öllum. Áætlað eignaverð er vondur skattstofn. Flest ríki Evrópusambandsins hafa sem betur fer afnumið eignaskatta. Draugar fortíðar, eins og fasteignagjöld, háð áætluðu verðmæti, eru þó sums staðar enn við lýði, en lúta víðast takmörkunum, en fullyrða má að hvergi tíðkist að þeir leiki lausum hala eins og á Íslandi.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar