Hegningarhúsið þarf á annan milljarð króna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:15 Nían, eins og Hegningarhúsið var kallað meðal þeirra sem þar dvöldu, var tekin úr notkun 1. júní 2016 og bíður yfirhalningar. Fréttablaðið/Stefán Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira