Macron reyndi að höfða til Donalds Trump við minningarathöfn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 08:30 Trump og Macron hittust í Frakklandi. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um ágæti alþjóðasamstarfs í ræðu sinni við minningarathöfn í Colleville-sur-Mer í gær og reyndi þannig, samkvæmt The Guardian, að höfða til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem einnig var viðstaddur athöfnina. Fjöldi fólks var saman kominn á staðnum til þess að minnast þess að 75 ár eru nú liðin frá innrás Bandamanna í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Nærri 10.000 bandarískir hermenn sem fórust í innrásinni eru grafnir í Colleville-sur-Mer. Trump hefur ítrekað beint spjótum sínum að bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann hefur til dæmis átt í tolladeilum við ESB og kallað NATO úrelt. „Við munum aldrei hætta að berjast fyrir bandalagi frjálsra þjóða. Það gerðu sigurvegararnir [í stríðinu] er þeir stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar og NATO. Það er það sem leiðtogar Evrópu gerðu nokkrum árum síðar þegar Evrópusambandið var stofnað. Lærdómurinn sem draga má af atburðunum í Colleville-sur-Mer er augljós. Frelsið og lýðræðið er óaðskiljanlegt,“ sagði franski forsetinn í ræðu sinni. Trump ræddi ekki um slíkt samstarf í ræðu sinni heldur lofaði hugrekki þeirra og dirfsku sem börðust í Normandí. „Þetta mikla hugrekki má rekja til mikillar trúar. Þau komu hingað og björguðu frelsinu. Svo fóru þau heim og sýndu okkur um hvað frelsið snýst,“ sagði Trump og bætti við: „Enn öflugri en bandarísk vopn reyndist styrkur hins bandaríska hjarta. Þetta fólk óð í gegnum eld og brennistein, knúið áfram af afli sem ekkert vopn getur eyðilagt; sterkri föðurlandsást frjálsrar, stoltar og fullvalda þjóðar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Frakkland Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um ágæti alþjóðasamstarfs í ræðu sinni við minningarathöfn í Colleville-sur-Mer í gær og reyndi þannig, samkvæmt The Guardian, að höfða til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem einnig var viðstaddur athöfnina. Fjöldi fólks var saman kominn á staðnum til þess að minnast þess að 75 ár eru nú liðin frá innrás Bandamanna í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Nærri 10.000 bandarískir hermenn sem fórust í innrásinni eru grafnir í Colleville-sur-Mer. Trump hefur ítrekað beint spjótum sínum að bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann hefur til dæmis átt í tolladeilum við ESB og kallað NATO úrelt. „Við munum aldrei hætta að berjast fyrir bandalagi frjálsra þjóða. Það gerðu sigurvegararnir [í stríðinu] er þeir stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar og NATO. Það er það sem leiðtogar Evrópu gerðu nokkrum árum síðar þegar Evrópusambandið var stofnað. Lærdómurinn sem draga má af atburðunum í Colleville-sur-Mer er augljós. Frelsið og lýðræðið er óaðskiljanlegt,“ sagði franski forsetinn í ræðu sinni. Trump ræddi ekki um slíkt samstarf í ræðu sinni heldur lofaði hugrekki þeirra og dirfsku sem börðust í Normandí. „Þetta mikla hugrekki má rekja til mikillar trúar. Þau komu hingað og björguðu frelsinu. Svo fóru þau heim og sýndu okkur um hvað frelsið snýst,“ sagði Trump og bætti við: „Enn öflugri en bandarísk vopn reyndist styrkur hins bandaríska hjarta. Þetta fólk óð í gegnum eld og brennistein, knúið áfram af afli sem ekkert vopn getur eyðilagt; sterkri föðurlandsást frjálsrar, stoltar og fullvalda þjóðar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Frakkland Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira