Minnast orrustunnar sem breytti gangi heimsstyrjaldarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 11:00 Macron og May í Ver-sur-Mer í Normandí þar sem minningarathöfn fór fram í morgun. AP/Philippe Wojazer Núverandi leiðtogar bandamanna úr síðari heimsstyrjöldinni og eftirlifandi uppgjafarhermenn minnast þess að 75 ár eru í dag liðin frá innrásinni í Normandí sem talinn er hafa breytt gangi stríðsins. Innrásin er stærsta sameiginlega hernaðaraðgerð sjó-, loft- og landhers í sögunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, þökkuðu öldnum uppgjafarhermönnum úr síðari heimsstyrjöldinni fyrir framlag sitt við upphaf athafnar í Normandí í morgun. Macron sagði að „frelsi okkar“ væri þeim að þakka. „Það er heiður fyrir okkur öll að deila þessari stund með ykkur,“ sagði May við hundruð uppgjafarhermanna sem voru viðstaddir athöfnina. Þúsundir félaga þeirra féllu í innrásinni. Saman lögðu þau hornstein að nýjum minnisvarða sem á verða letruð nöfn þúsunda hermanna sem féllu í orrustunni um Normandí. Frekari minningarathafnir eru á dagskránni í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar þannig að fylgja Macron að grafreit um níu þúsund bandarískra hermanna á Omaha-strönd síðar í dag. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, mun einnig verða viðstaddur athafnir í Frakklandi. Trump ávarpaði aðra athöfn í Colleville-sur-Mer í hádeginu að staðartíma. Þar lýsti hann bandarískum hermönnum sem tóku þátt í innrásinni sem „á meðal mestu Bandaríkjumanna sem uppi hafa verið“. „Þið eruð stolt þjóðar okkar. Þið eru dýrð lýðveldisins og við þökkum ykkur frá hjartarótum,“ sagði Trump. Við sömu athöfn sæmdi Macron fimm bandaríska uppgjafarhermenn heiðursorðunni, æðstu orðu Frakklands, fyrir að hafa tekið þátt í að frelsa landið.Bandarískir landgönguliðar vaða í land á Omaha-strönd í Normandí 6. júní árið 1944. Ströndin varð síðasti hvílustaður þúsunda þeirra.Vísir/Getty150.000 hermenn á þúsundum skipa Innrásin í Normandí á norðurströnd Frakklands sem hófst árla morguns 6. júní árið 1944 markaði upphaf tilraunar bandamanna til að frelsa norðvestanverða Evrópu úr klóm þýskra nasista. Frakkland var þá hernumið af nasistum. Upphaflega átti innrásin að hefjast daginn áður en henni var frestað þar sem slæmt var í sjóinn. Erlendis er gjarnan vísað til innrásarinnar sem „D-dagsins“. Það er hernaðarhugtak um fyrsta dag aðgerðar. Aðgerðin sjálf fékk dulnefnið „Aðgerð lénsherra“. „Straumhvörf eru orðin! Frjálsir menn heimsins ganga nú saman til sigurs,“ sagði Dwight D. Eisenhower, herforingi sem síðar varð forseti Bandaríkjanna, í dagsskipun sinn til hermannanna. Hermenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi tóku þátt í innrásinni úr lofti, á láði og legi. Áður en eiginlega innrásin hófst sendu bandamenn fallhlífarhermenn á bak við víglínuna um nóttina til að draga athygli frá því sem í vændum var. Um sjö þúsund skip sem flest lögðu upp frá Suður-Englandi söfnuðust saman undan ströndum Normandí þá um nóttina og snemma morguns. Alls var 156.000 landgönguliðum og 10.000 farartækjum siglt á prömmum að fimm víggirtum ströndum Normandí þar sem þeir gengur á land og beint inn í skothríð þýska vélbyssuhreiðra og sprengjukúluregn. Af þeim voru 73.000 Bandaríkjamenn, 61.700 Bretar og 21.400 Kanadamenn. Fyrstu landgönguliðarnir komu á land um klukkan 6:30 um morguninn og bættust fleiri í hópinn allan daginn. Þeir voru studdir flug- og sjóherjum bandamanna sem yfirbuguðu varnir nasista. Nasistar áttu von á innrásinni en til að byrja með töldu þýsku herforingjarnir að henni væri aðeins ætlað að trufla þá. Áttu þeir von á innrás annars staðar á ströndinni. Bandamönnum tókst þannig að koma þeim að óvörum og náðu breskir landgönguliðar fótfestu á Gull- og Sverðströndunum eins og þær voru kallaðar í innrásinni. Á sama tíma tóku kanadískir hermenn Juno-ströndina og bandarískir náðu Utah-strönd í vestri án verulegs mannfalls. Mesti hildarleikurinn átti sér stað á Omaha-strönd þar sem bandarískir hermenn voru stráfelldir af Þjóðverjum. Hermenn hafa lýst því hvernig sjórinn hafi orðið rauður af blóði þeirra sem féllu og særðust.Sekkjapípuleikar hóf minningarathöfn í morgun með því að spila lagið Highland laddie á Mulberry-bryggju í Normandí.Vísir/EPAÁ fimmta þúsund bandamenn féllu Um miðnætti höfðu hermenn bandamanna náð strandfestu og hófu sókn inn til landsins frá ströndunum. Þá lágu allt að 4.400 hermenn úr innrásarliðinu í valnum auk um 9.000 manna sem voru særðir eða týndir. Flestir þeirra sem féllu voru Bandaríkjamenn, alls 2.501. Óvissa ríkir um hversu margir Þjóðverjar féllu en áætlað er að þeir hafi verið á bilinu fjögur til þúsund talsins. Þrátt fyrir að bandamenn hafi reynt að vara þá við með því að sleppa einblöðungum yfir Normandí að morgni innrásarinnar féllu þúsundir franskra óbreyttra borgara í sprengjuregni þeirra. Frá 6. til 30. júní fluttu bandamenn alls um 850.000 hermenn, tæplega 150.000 farartæki og 570.000 tonn af birgðum á ströndum Normandí. Þökk sé innrásinni náðu bandamenn fótfestu í Frakklandi en það tók hermenn langan tíma að brjóta andspyrnu nasista á bak aftur. Þegar yfir lauk og bandamenn frelsuðu París voru um tvö hundruð þúsund af þeim tveimur milljónum hermanna bandamanna sem voru sendir til Frakklands fallið, særst eða horfið. Stríðinu lauk loks í maí 1945, tæpu ári eftir innrásina örlagaríku.Breskur uppgjafarhermaður í Bayeux-stríðskirkjugarðinum í morgun.Vísir/AP„Þeir gátu ekki einu sinni vitað um hvað lífið snýst“ Þó að kynslóðin sem tók þátt í innrásinni sé fljótt að hverfa á braut eru minningar þeirra sem enn lifa enn ljóslifandi. William Tymchuk er 98 ára gamall en hann tilheyrði fjórðu bryndeild kanadíska hersins sem tók þátt í einhverjum hörðustu bardögunum sem áttu sér stað í Frakklandi í kjölfar innrásarinnar. „Ég á alls kyns vini sem eru grafnir. Þeir voru ungir. Þeir voru drepnir. Þeir komust ekki heim,“ sagði Tymchuk með tár í augunum við AP-fréttastofuna þegar hann sneri aftur til Normandí til að minnast tímamótanna. „Afsakaðu. Þeir gátu ekki einu sinni vitað um hvað lífið snýst,“ sagði hann. Heimidir: BBC, AP, Reuters Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Minnast innrásarinnar í Normandí á lokadegi heimsóknar Trump Lokadagur heimsóknar Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Bretlandseyja er í dag. 5. júní 2019 07:21 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Núverandi leiðtogar bandamanna úr síðari heimsstyrjöldinni og eftirlifandi uppgjafarhermenn minnast þess að 75 ár eru í dag liðin frá innrásinni í Normandí sem talinn er hafa breytt gangi stríðsins. Innrásin er stærsta sameiginlega hernaðaraðgerð sjó-, loft- og landhers í sögunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, þökkuðu öldnum uppgjafarhermönnum úr síðari heimsstyrjöldinni fyrir framlag sitt við upphaf athafnar í Normandí í morgun. Macron sagði að „frelsi okkar“ væri þeim að þakka. „Það er heiður fyrir okkur öll að deila þessari stund með ykkur,“ sagði May við hundruð uppgjafarhermanna sem voru viðstaddir athöfnina. Þúsundir félaga þeirra féllu í innrásinni. Saman lögðu þau hornstein að nýjum minnisvarða sem á verða letruð nöfn þúsunda hermanna sem féllu í orrustunni um Normandí. Frekari minningarathafnir eru á dagskránni í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar þannig að fylgja Macron að grafreit um níu þúsund bandarískra hermanna á Omaha-strönd síðar í dag. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, mun einnig verða viðstaddur athafnir í Frakklandi. Trump ávarpaði aðra athöfn í Colleville-sur-Mer í hádeginu að staðartíma. Þar lýsti hann bandarískum hermönnum sem tóku þátt í innrásinni sem „á meðal mestu Bandaríkjumanna sem uppi hafa verið“. „Þið eruð stolt þjóðar okkar. Þið eru dýrð lýðveldisins og við þökkum ykkur frá hjartarótum,“ sagði Trump. Við sömu athöfn sæmdi Macron fimm bandaríska uppgjafarhermenn heiðursorðunni, æðstu orðu Frakklands, fyrir að hafa tekið þátt í að frelsa landið.Bandarískir landgönguliðar vaða í land á Omaha-strönd í Normandí 6. júní árið 1944. Ströndin varð síðasti hvílustaður þúsunda þeirra.Vísir/Getty150.000 hermenn á þúsundum skipa Innrásin í Normandí á norðurströnd Frakklands sem hófst árla morguns 6. júní árið 1944 markaði upphaf tilraunar bandamanna til að frelsa norðvestanverða Evrópu úr klóm þýskra nasista. Frakkland var þá hernumið af nasistum. Upphaflega átti innrásin að hefjast daginn áður en henni var frestað þar sem slæmt var í sjóinn. Erlendis er gjarnan vísað til innrásarinnar sem „D-dagsins“. Það er hernaðarhugtak um fyrsta dag aðgerðar. Aðgerðin sjálf fékk dulnefnið „Aðgerð lénsherra“. „Straumhvörf eru orðin! Frjálsir menn heimsins ganga nú saman til sigurs,“ sagði Dwight D. Eisenhower, herforingi sem síðar varð forseti Bandaríkjanna, í dagsskipun sinn til hermannanna. Hermenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi tóku þátt í innrásinni úr lofti, á láði og legi. Áður en eiginlega innrásin hófst sendu bandamenn fallhlífarhermenn á bak við víglínuna um nóttina til að draga athygli frá því sem í vændum var. Um sjö þúsund skip sem flest lögðu upp frá Suður-Englandi söfnuðust saman undan ströndum Normandí þá um nóttina og snemma morguns. Alls var 156.000 landgönguliðum og 10.000 farartækjum siglt á prömmum að fimm víggirtum ströndum Normandí þar sem þeir gengur á land og beint inn í skothríð þýska vélbyssuhreiðra og sprengjukúluregn. Af þeim voru 73.000 Bandaríkjamenn, 61.700 Bretar og 21.400 Kanadamenn. Fyrstu landgönguliðarnir komu á land um klukkan 6:30 um morguninn og bættust fleiri í hópinn allan daginn. Þeir voru studdir flug- og sjóherjum bandamanna sem yfirbuguðu varnir nasista. Nasistar áttu von á innrásinni en til að byrja með töldu þýsku herforingjarnir að henni væri aðeins ætlað að trufla þá. Áttu þeir von á innrás annars staðar á ströndinni. Bandamönnum tókst þannig að koma þeim að óvörum og náðu breskir landgönguliðar fótfestu á Gull- og Sverðströndunum eins og þær voru kallaðar í innrásinni. Á sama tíma tóku kanadískir hermenn Juno-ströndina og bandarískir náðu Utah-strönd í vestri án verulegs mannfalls. Mesti hildarleikurinn átti sér stað á Omaha-strönd þar sem bandarískir hermenn voru stráfelldir af Þjóðverjum. Hermenn hafa lýst því hvernig sjórinn hafi orðið rauður af blóði þeirra sem féllu og særðust.Sekkjapípuleikar hóf minningarathöfn í morgun með því að spila lagið Highland laddie á Mulberry-bryggju í Normandí.Vísir/EPAÁ fimmta þúsund bandamenn féllu Um miðnætti höfðu hermenn bandamanna náð strandfestu og hófu sókn inn til landsins frá ströndunum. Þá lágu allt að 4.400 hermenn úr innrásarliðinu í valnum auk um 9.000 manna sem voru særðir eða týndir. Flestir þeirra sem féllu voru Bandaríkjamenn, alls 2.501. Óvissa ríkir um hversu margir Þjóðverjar féllu en áætlað er að þeir hafi verið á bilinu fjögur til þúsund talsins. Þrátt fyrir að bandamenn hafi reynt að vara þá við með því að sleppa einblöðungum yfir Normandí að morgni innrásarinnar féllu þúsundir franskra óbreyttra borgara í sprengjuregni þeirra. Frá 6. til 30. júní fluttu bandamenn alls um 850.000 hermenn, tæplega 150.000 farartæki og 570.000 tonn af birgðum á ströndum Normandí. Þökk sé innrásinni náðu bandamenn fótfestu í Frakklandi en það tók hermenn langan tíma að brjóta andspyrnu nasista á bak aftur. Þegar yfir lauk og bandamenn frelsuðu París voru um tvö hundruð þúsund af þeim tveimur milljónum hermanna bandamanna sem voru sendir til Frakklands fallið, særst eða horfið. Stríðinu lauk loks í maí 1945, tæpu ári eftir innrásina örlagaríku.Breskur uppgjafarhermaður í Bayeux-stríðskirkjugarðinum í morgun.Vísir/AP„Þeir gátu ekki einu sinni vitað um hvað lífið snýst“ Þó að kynslóðin sem tók þátt í innrásinni sé fljótt að hverfa á braut eru minningar þeirra sem enn lifa enn ljóslifandi. William Tymchuk er 98 ára gamall en hann tilheyrði fjórðu bryndeild kanadíska hersins sem tók þátt í einhverjum hörðustu bardögunum sem áttu sér stað í Frakklandi í kjölfar innrásarinnar. „Ég á alls kyns vini sem eru grafnir. Þeir voru ungir. Þeir voru drepnir. Þeir komust ekki heim,“ sagði Tymchuk með tár í augunum við AP-fréttastofuna þegar hann sneri aftur til Normandí til að minnast tímamótanna. „Afsakaðu. Þeir gátu ekki einu sinni vitað um hvað lífið snýst,“ sagði hann. Heimidir: BBC, AP, Reuters
Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Minnast innrásarinnar í Normandí á lokadegi heimsóknar Trump Lokadagur heimsóknar Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Bretlandseyja er í dag. 5. júní 2019 07:21 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Minnast innrásarinnar í Normandí á lokadegi heimsóknar Trump Lokadagur heimsóknar Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Bretlandseyja er í dag. 5. júní 2019 07:21