Ríkið fékk meira en milljarði minna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. júní 2019 06:15 Ríkið seldi allt hlutafé í Lyfju til framtakssjóðs í stýringu Stefnis og fjárfestanna Daníels Helgasonar og Inga Guðjónssonar í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Eignaumsýslufélag ríkisins, sem hélt utan um tugmilljarða eignir sem voru afhentar stjórnvöldum vegna stöðugleikaframlags slitabúa gömlu bankanna, seldi allt hlutafé í Lyfju á síðasta ári á verði sem var meira en milljarði króna lægra en það verð sem Hagar höfðu samþykkt að greiða fyrir hlutafé apótekakeðjunnar síðla árs 2016. Hagar buðust til þess að greiða 5,1 milljarð króna fyrir hlutafé Lyfju og var þá miðað við að heildarvirði apótekakeðjunnar, sem var alfarið í eigu íslenska ríkisins, væri um 6,7 milljarðar króna. Hlutafé Lyfju var hins vegar selt snemma á síðasta ári fyrir tæplega 3,9 milljarða króna og var heildarvirði keðjunnar metið á um 5,0 milljarða króna í viðskiptunum. Kaupendur voru SÍA III, framtakssjóður í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, með 70 prósenta hlut, og fjárfestarnir Daníel Helgason og Ingi Guðjónsson, með fimmtán prósenta hlut hvor, en sá síðarnefndi er annar stofnenda Lyfju. Samkeppniseftirlitið ógilti sem kunnugt er kaup Haga á Lyfju sumarið 2017, einkum af þeirri ástæðu að kaupin hefðu leitt til skaðlegrar samþjöppunar á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði, en samþykkti á hinn bóginn fyrr á þessu ári kaup SÍA III, Daníels og Inga – í gegnum félagið SID – á apótekakeðjunni. Mun lægri margfaldari Við fyrri sölu Lindarhvols, umsýslufélags sem var falið að halda utan um tugmilljarða stöðugleikaeignir ríkisins, á Lyfju haustið 2016 var EBITDA-margfaldarinn 9, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins, en við síðari söluna í fyrra var sami margfaldari 6,8. EBITDA apótekakeðjunnar – það er rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 749 milljónum króna árið 2016 en lækkaði lítillega árið 2017 þegar hún var um 736 milljónir króna. Hún versnaði síðan um 12,5 prósent á síðasta ári og var þá um 644 milljónir króna. Það kann meðal annars að skýra verri afkomu Lyfju á síðasta ári, að sögn viðmælenda Fréttablaðsins, að Læknavaktin flutti um mitt árið frá Smáratorgi, þar sem eitt stærsta apótek keðjunnar er jafnframt til húsa, og í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut en þar rekur Lyf og heilsa apótek undir merkjum Apótekarans. Komur á Læknavaktina eru yfir 80 þúsund á ári. Lyfja, sem er stærsta apótekakeðja landsins, var á meðal þeirra fjölmörgu eigna sem voru framseldar til íslenskra stjórnvalda sem hluti af stöðugleikaframlagi föllnu bankanna en hlutafé keðjunnar var þar á undan í eigu slitabús Glitnis. Undruðust mat eftirlitsins Tilkynnt var um kaup SID á Lyfju í febrúar í fyrra og lagði Samkeppniseftirlitið blessun sína yfir þau ári síðar. Í nýbirtum ársreikningi eignarhaldsfélagsins fyrir síðasta ár er hlutafé apótekakeðjunnar bókfært á tæpa 3,9 milljarða króna sem samsvarar verðinu í viðskiptunum við Lindarhvol. Lyfja var auglýst til sölu öðru sinni haustið 2017 – nokkrum mánuðum eftir að samkeppnisyfirvöld ógiltu kaup Haga á keðjunni – og var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka falið að sjá um söluferlið. Samkeppniseftirlitið tók fram í umdeildri ákvörðun sinni í málinu að Hagar og Lyfja væru nánir keppinautar á þeim mörkuðum sem þau störfuðu bæði á, til að mynda í smásölu á hreinlætis- og snyrtivörum, og að kaupin hefðu leitt til þess að samkeppni fyrirtækjanna á þeim mörkuðum hyrfi. Forsvarsmenn Haga undruðust niðurstöðuna og sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, í ársskýrslu smásölurisans að hún væri mikil vonbrigði. „Sterk staða á snyrtivörumarkaði var meginástæða þess að samruninn náði ekki fram að ganga, þrátt fyrir að ríkið sjálft sé stærsti snyrtivörusali landsins í gegnum Fríhöfnina, sem eftirlitið taldi meðal annars ekki á sama markaði og Hagar,“ sagði Finnur meðal annars. Sú niðurstaða hefði verið með öllu óskiljanleg. Hagnaður Lyfju nam 324 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 55 milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur keðjunnar, sem rekur 41 apótek og sex heilsuvöruverslanir víða um land, voru tæplega 9,8 milljarðar króna á árinu og jukust um 450 milljónir króna frá árinu 2017. Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Eignaumsýslufélag ríkisins, sem hélt utan um tugmilljarða eignir sem voru afhentar stjórnvöldum vegna stöðugleikaframlags slitabúa gömlu bankanna, seldi allt hlutafé í Lyfju á síðasta ári á verði sem var meira en milljarði króna lægra en það verð sem Hagar höfðu samþykkt að greiða fyrir hlutafé apótekakeðjunnar síðla árs 2016. Hagar buðust til þess að greiða 5,1 milljarð króna fyrir hlutafé Lyfju og var þá miðað við að heildarvirði apótekakeðjunnar, sem var alfarið í eigu íslenska ríkisins, væri um 6,7 milljarðar króna. Hlutafé Lyfju var hins vegar selt snemma á síðasta ári fyrir tæplega 3,9 milljarða króna og var heildarvirði keðjunnar metið á um 5,0 milljarða króna í viðskiptunum. Kaupendur voru SÍA III, framtakssjóður í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, með 70 prósenta hlut, og fjárfestarnir Daníel Helgason og Ingi Guðjónsson, með fimmtán prósenta hlut hvor, en sá síðarnefndi er annar stofnenda Lyfju. Samkeppniseftirlitið ógilti sem kunnugt er kaup Haga á Lyfju sumarið 2017, einkum af þeirri ástæðu að kaupin hefðu leitt til skaðlegrar samþjöppunar á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði, en samþykkti á hinn bóginn fyrr á þessu ári kaup SÍA III, Daníels og Inga – í gegnum félagið SID – á apótekakeðjunni. Mun lægri margfaldari Við fyrri sölu Lindarhvols, umsýslufélags sem var falið að halda utan um tugmilljarða stöðugleikaeignir ríkisins, á Lyfju haustið 2016 var EBITDA-margfaldarinn 9, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins, en við síðari söluna í fyrra var sami margfaldari 6,8. EBITDA apótekakeðjunnar – það er rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 749 milljónum króna árið 2016 en lækkaði lítillega árið 2017 þegar hún var um 736 milljónir króna. Hún versnaði síðan um 12,5 prósent á síðasta ári og var þá um 644 milljónir króna. Það kann meðal annars að skýra verri afkomu Lyfju á síðasta ári, að sögn viðmælenda Fréttablaðsins, að Læknavaktin flutti um mitt árið frá Smáratorgi, þar sem eitt stærsta apótek keðjunnar er jafnframt til húsa, og í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut en þar rekur Lyf og heilsa apótek undir merkjum Apótekarans. Komur á Læknavaktina eru yfir 80 þúsund á ári. Lyfja, sem er stærsta apótekakeðja landsins, var á meðal þeirra fjölmörgu eigna sem voru framseldar til íslenskra stjórnvalda sem hluti af stöðugleikaframlagi föllnu bankanna en hlutafé keðjunnar var þar á undan í eigu slitabús Glitnis. Undruðust mat eftirlitsins Tilkynnt var um kaup SID á Lyfju í febrúar í fyrra og lagði Samkeppniseftirlitið blessun sína yfir þau ári síðar. Í nýbirtum ársreikningi eignarhaldsfélagsins fyrir síðasta ár er hlutafé apótekakeðjunnar bókfært á tæpa 3,9 milljarða króna sem samsvarar verðinu í viðskiptunum við Lindarhvol. Lyfja var auglýst til sölu öðru sinni haustið 2017 – nokkrum mánuðum eftir að samkeppnisyfirvöld ógiltu kaup Haga á keðjunni – og var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka falið að sjá um söluferlið. Samkeppniseftirlitið tók fram í umdeildri ákvörðun sinni í málinu að Hagar og Lyfja væru nánir keppinautar á þeim mörkuðum sem þau störfuðu bæði á, til að mynda í smásölu á hreinlætis- og snyrtivörum, og að kaupin hefðu leitt til þess að samkeppni fyrirtækjanna á þeim mörkuðum hyrfi. Forsvarsmenn Haga undruðust niðurstöðuna og sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, í ársskýrslu smásölurisans að hún væri mikil vonbrigði. „Sterk staða á snyrtivörumarkaði var meginástæða þess að samruninn náði ekki fram að ganga, þrátt fyrir að ríkið sjálft sé stærsti snyrtivörusali landsins í gegnum Fríhöfnina, sem eftirlitið taldi meðal annars ekki á sama markaði og Hagar,“ sagði Finnur meðal annars. Sú niðurstaða hefði verið með öllu óskiljanleg. Hagnaður Lyfju nam 324 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 55 milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur keðjunnar, sem rekur 41 apótek og sex heilsuvöruverslanir víða um land, voru tæplega 9,8 milljarðar króna á árinu og jukust um 450 milljónir króna frá árinu 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira