Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Elíza Lífdís Óskarsdóttir, nýútskrifaður búfræðingur. mynd/Elíza Lífdís „Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
„Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira