Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu Laufey Tryggvadóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun